Riot Games tók upp myndband við Almannagjá á Þingvöllum í tilefni þess að sex leikmenn frá Norðurlöndum taka þátt í heimsmeistaramótinu í League of Legends, betur þekkt sem Worlds.
Heimsmeistaramótið fer fram í Norður-Ameríku að þessu sinni en þar sem sex leikmenn frá Norðurlöndum taka þátt í mótinu þótti kjörið að taka myndbandið upp við Almannagjá, þar sem ummerki eru um að jarðskorpufleka Norður-Ameríku og Evrasíu hafi rekið í sundur.
Worlds er stærsta rafíþróttakeppnin á heimsvísu sem stendur en á síðasta ári horfðu rúmlega 73 milljónir einstaklinga á úrslitaviðureignina, sem fór fram í Reykjavík.
Í myndbandinu má sjá aðdáendur hvetja norrænu leikmennina áfram með hinu svokallaða víkingaklappi sem vakti mikla athygli á EM í knattspyrnu karla árið 2016.
Leikmennirnir sex sem taka þátt á mótinu eru eftirfarandi:
Rasmus Borregaard Winther „CaPs“ í G2 Esports
Martin Nordahl Hansen „Wunder“ í Fnatic
Nikolaj Jensen „Jensen“ í Cloud9
Jesper Svenningsen „Zven“ í Cloud9
Emil Larsson „Larssen“ í Rogue
William Nieminen í MAD Lions