Keppa í Overwatch 2 um helgina

Brigitte í Overwatch 2.
Brigitte í Overwatch 2. Grafík/Blizzard

Fyrr í mánuðinum kom tölvuleikurinn Overwatch 2 út, og verður keppt í honum næstkomandi laugardag í rafíþróttahöllinni Arena.

Mótið hefst í hádeginu, klukkan 12.30, og þurfa keppendur að vera mættir hálftíma áður. Hins vegar komast aðeins átta lið að og gildir þá reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Á mótinu verður spilað með best-af-þremur fyrirkomulagi og munu allir keppa á móti öllum. Tvö efstu liðin mætast síðan í úrslitum sem verða spiluð með best-af-fimm fyrirkomulagi.

Næra sig eftir fimm umferðir

Þátttökugjald hljóðar upp á 3.490 krónur en fyrir auka 2.000 krónur býður Arena upp á pítsuhlaðborð á veitingastaðnum Bytes, eftir að fimm umferðir hafa verið spilaðar.

Liðin sem ná efstu þremur sætunum fá verðlaun á borð við spilatíma í Arena og pítsuhlaðborð. Nánar um verðlaunin, mótið og skráninguna má finna á heimasíðu Arena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert