Ástbjört Viðja
Blizzard fer af stað með gjafaleik fyrir World of Warcraft-leikmenn en sex þátttakendur fá vegleg verðlaun eins og glæýjan Optix-tölvuskjá og fjöldan allan af World of Warcraft-varning.
Leikurinn er haldinn í aðdraganda útgáfu Dragonflight, nýjasta aukapakkans í leiknum, og stendur fram að 4. desember.
Þátttakan felst í því að búa til mynd af sér með dreka og hanna eigið óp, eða „shout“ á ensku. Innslögin verða þó ekki aðeins sýnileg á netinu heldur verður þeim einnig skartað á auglýsingaskiltum Shoutable.
„Drekaeyjurnar eru að vakna til lífs. Við viljum sjá ykkur taka á móti nýju ævintýrunum með því að reka upp fagnaðaróp yfir öllu sem tengist drekum,“ segir í tilkynningu frá Blizzard ásamt nánari upplýsingum um verðlaunin og fleira.
Blizzard velur þrjá sigurvegara af handahófi og gefur Optix Mag281URF-tölvuskjá sem fyrstu verðlaun ásamt sérsökum WoW-varning. Þrír einstaklingar af hverjum samfélagsmiðil hampa síðan öðru sætinu og fá WoW-varning.
Varningurinn er meðal annars hettupeysa, krúsir, derhúfa og fleira í World of Warcraft-þema.