Fljúga yfir Vökueyjarnar rúmu hálfu ári síðar

World of Warcraft: Dragonflight.
World of Warcraft: Dragonflight. Grafík/Blizzard

World of Warcraft-leik­menn geta nú hoppað hæð sína og flogið af stað þar sem nýj­asti aukapakk­inn í leikn­um, Dragon­flig­ht, er kom­inn út að fullu.

Fjöl­marg­ir World of Warcraft-leik­menn hafa beðið eft­ir út­gáfu Dragon­flig­ht með mik­illi eft­ir­vænt­ingu þar sem meira en hálft ár er liðið frá því að Blizz­ard greindi fyrst frá því að drek­ar myndu koma fram í sviðsljósið.

Dragon­flig­ht er ní­undi aukapakk­inn í World of Warcraft á síðastliðnum átján árum. Ásamt nýj­um æv­in­týr­um með sterkri end­ur­komu drek­anna í Azeroth var nýr spil­an­leg­ur kynþátt­ur, með nýj­um klassa, kynnt­ur til leiks.

Fljúga á vit æv­in­týr­anna

Í Dragon­flig­ht geta leik­menn spilað nýj­an kynþátt, Dract­hyr Evo­ker, og flogið á vit æv­in­týr­anna í hinum fornu Dreka­eyj­um.

Dract­hyr­ar eru eins kon­ar blend­ing­ar af manni og dreka en þetta er í fyrsta sinn sem að World of Warcraft-leik­menn geta breitt úr breiðum dreka­vængj­un­um og flogið af stað. Hann er einnig ólík­ur öðrum að því leyti að hann er bund­inn við sinn eig­in klassa, Evo­ker.

Það þýðir að eng­inn ann­ar kynþátt­ur get­ur spilað sem Evo­ker, og Dract­hyr­ar geta held­ur ekki spilað und­ir nein­um öðrum klassa.

Leik­menn sem búa sér til Dract­hyr Evo­ker hefja göngu sína á Vöku­strönd­um, lit­ríku og töfr­andi um­hverfi. Þar að auki hafa leik­menn fjöld­ann all­an af mögu­leik­um við hönn­un Dract­hyr-per­són­unn­ar sinn­ar, en hægt er að stilla nán­ast hvert ein­asta smá­atriði.

Hér að neðan má sjá mynd­band sem sýn­ir ör­lítið frá Vöku­strönd­um.

Metn­ar afþrey­ing­ar af borðinu

Nú þegar aukapakk­inn er kom­inn í loftið verða Val­or-, Conqu­est- og Hon­or-gjald­miðlum breytt í gull. Metn­ar afþrey­ing­ar eins og Mythic Lyk­il­steina-dýfliss­ur, metn­ir víg­vell­ir (e. rated batt­legrounds) og ein­stokk (e. solo shuffle) verða gerðar óaðgengi­leg­ar. 

Hins veg­ar verður enn hægt að sækja hefðbundn­ar dýfliss­ur, handa­hófs­kennda víg­velli, Mythic-ferðir án lyk­il­steina og fleira.

Fyrsta tíma­bil leiks­ins fer af stað þann 13. des­em­ber en nán­ar um út­gáfu leiks­ins má lesa í til­kynn­ingu frá Blizz­ard.

Mæla sér mót í Kópa­vogi

Vert er að nefna að sér­stakt sam­fé­lags­kvöld fyr­ir World of Warcraft-leik­menn á Íslandi fer fram í Ar­ena í Kópa­vogi þann 1. des­em­ber.

Þá býðst öll­um WoW-leik­mönn­um, nýj­um sem eldri, að hitt­ast og spila ým­ist í Wr­ath of the Lich King eða Dragon­flig­ht.

Sta­f­ræn feg­urðarsam­keppni

Eins verður hald­in „transmog“-keppni en það er eins kon­ar feg­urðarsam­keppni milli per­sóna inn­an leikj­ar, þar sem þeir eru klædd­ir upp í herklæði. Sá sem klæðir sína per­sónu upp í flott­ustu herklæðin vinn­ur sér inn spila­tíma í Ar­ena.

Er þetta því til­valið fyr­ir ís­lenska leik­menn til þess að þétta hóp­inn og kynn­ast hverj­um öðrum bet­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert