Ísland óvart ríkjandi Evrópumeistari í þrjú ár

Heimsmeistaramótið í Overwatch snýr aftur eftir þriggja ára bið.
Heimsmeistaramótið í Overwatch snýr aftur eftir þriggja ára bið. Grafík/Blizzard

Nokkrir af bestu leikmönnum heimsins í Overwatch hita nú upp músina og setja sig í stellingar fyrir heimsmeistaramótið í Overwatch.

Mótið hefur ekki verið haldið í þrjú ár sökum sóttvarnartakmarkana yfirvalda og tengdum vandamálum en samkvæmt nýrri tilkynningu frá Blizzard keppa 36 lið fyrir hönd þjóðar sinnar á næsta ári. 

Vegna þessa hefur Ísland óvart verið ríkjandi Evrópumeistari í leiknum í þrjú ár, eða frá árinu 2019 þegar mótið fór síðast fram.

Margt breyst í senunni

Í næsta mánuði greinir Blizzard frá því hvaða þjóðir fá að taka þátt í heimsmeistaramótinu og verður því fróðlegt að fylgjast með komandi tímabili. Keppt verður í Overwatch 2 í fyrsta skiptið og eins hefur margt breyst í senunni hér á landi sem erlendis.

Frá janúar fram í júní spila lið um pláss á mótinu og mun Blizzard bjóða upp á ýmis verðlaun og áskoranir í tilefni endurkomu þess.

Nánar um þetta má lesa í bloggfærslu frá Blizzard en hér að neðan má sjá dagskrá heimsmeistaramótsins fyrir árið.

Heimsmeistaramótið í Overwatch snýr aftur eftir þriggja ára bið.
Heimsmeistaramótið í Overwatch snýr aftur eftir þriggja ára bið. Grafík/Blizzard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert