Dota fagnar 20 ára afmæli

Dota 2 fagnar 20 ára afmæli.
Dota 2 fagnar 20 ára afmæli. Mynd/Dota2

Tölvuleikurinn Dota kom fyrst út fyrir 20 árum, 27. desember 2002.

Hönnuður leiksins Kyle „Eul“ Sommer grunaði aldrei að 20 árum eftir útgáfu að leikurinn væri vinsælli en áður.

Fjöldi spilara hleypur á milljónum og talan fer hækkandi milli mánaða.

Byrjaði sem viðbót

Dota byrjaði sem lítil viðbót við leikinn Warcraft III og margir sem vildu prófa viðbótina og varð þetta geysivinsælt á sínum tíma. Tugir milljóna spilara spiluðu Dota sem viðbót og var vinsælt að spila Dota á stórmótum árin 2003-2010.

Seinna tók Valve við keflinu að hanna Dota og gaf árið 2013 leikinn Dota 2 sem við þekkjum í dag. 

Nýr leikur tók við

Upphaflega gekk Dota 2 ekki vel, spilurum fækkaði með hverjum mánuði sem leið og má segja það hafi komið til vegna lélegrar markaðssetningar og breytingar á leiknum frá upphaflegu útgáfunni sem spilarar tóku illa í.

Núna í dag hafa hlutir heldur betur snúist við og er Dota 2 einn vinsælasti keppnisleikur í rafíþróttum þar sem milljónir spilara hafa snúið til baka og keppnissenan aldrei verið stærri.

Netflix gaf einnig út teiknaða þáttaröð sem byggir á Dota 2 og ber nafnið: DOTA: Dragon's Blood.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert