Almenni Overwatch hefst í dag

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fjórða tíma­bilið í Al­menna í Overwatch hefst síðar í kvöld, mörg­um til mik­ill­ar ánægju. Rík­ir bæði spenna og til­hlökk­un yfir tíma­bil­inu þar þetta er fyrsta Al­menna-tíma­bilið þar sem keppt er í Overwatch 2 í stað 1.

    Alls hafa nítj­án lið skráð sig til leiks og munu þau etja kappi við hvort annað í þrem­ur mis­mun­andi deild­um.

    Fyrstu leik­irn­ir verða spilaðir í kvöld en á morg­un verða fyrstu leik­irn­ir í beinni út­send­ingu spilaðir. 

    Þá mæt­ast Djákn­ar og Kjöt­unn annað kvöld klukk­an 18:00 í Opnu deild­inni, en Sel­ir og NÚ í Úrvals­deild­inni taka við mús­inni klukk­an 20:00.

    Hægt er að fylgj­ast með öll­um út­send­ing­um Al­menna í Overwatch á Twitch.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert