Aukin stigagjöf á næsta tímabili

Beacon-mótaröðin er ætluð grasrótinni í Valorant.
Beacon-mótaröðin er ætluð grasrótinni í Valorant. Grafík/Riot Games

Fyrra tímabil þessa árs í Beacon-mótaröðinni í Valorant hefst í næsta mánuði en mótin verða flokkuð á nýjan hátt að þessu sinni.

Þá keppa lið í minniháttar-mótum, LAN-mótum og eins á stærri mótum en þar til viðbótar verður stigagjöf aukin. 

Þetta tímabil hefst þann 25. febrúar og stendur yfir fram í lok maí, en frá 22. til 26. maí  verða úrslitaleikirnir spilaðir. Efstu tvö lið þessa tímabils fá m.a. þátttökurétt í umspilsmóti fyrir Áskorendamót Norður-Evrópu í Valorant, fyrir árið 2024. 

Nánar um þetta má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

Grafík/Riot Games
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert