Bíttmarkaðurinn kemur á næstu dögum

World of Warcraft Dragonflight.
World of Warcraft Dragonflight. Grafík/Blizzard

Nýr eiginleiki ryður sér til rúms í tölvuleiknum World of Warcraft en það er bíttmarkaðurinn sem verður aðgengilegur þann 1. febrúar.

Á bíttmarkaðnum geta leikmenn nælt sér í ný gæludýr, reiðskjóta og transmog í hverjum mánuði. Þá er notasat við nýjan gjaldmiðil sem kallast Trader's Tender, en leikmenn fá 500 slíka mánaðarlega úr gullkistu sem heitir Collectors' Cache.

Í hverjum mánuði verður hægt að vinna sér inn 500 Traders Tenders til viðbótar og er það gert með því að klára verkefni í ferðabókinni (e. traveler's log). Nánar um þetta má lesa í bloggfærslu á heimasíðu World of Warcraft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert