Fyrsta Lock In-mótið í Valorant Champions-röðinni hefst í dag en það fer fram í São Paulo í Brasilíu.
Alls náðu 32 lið víðsvegar um heiminn að verða sér úti um þátttökurétt á mótinu en þetta á að vera einn stærsti viðburður Valorant hingað til. Til mikils er að vinna þar sem sigurliðið fær að taka þátt á Mastersmóti síðar á árinu.
Í dag ættu sex lið að spila fyrstu þrjá leikina, þar á meðal núverandi heimsmeistarar, LOUD.
Babb kom hins vegar í bátinn fyrir heimsmeistarana þar sem þeir eru nánast allir mjög veikir og mannskapurinn ekki nægur til þess að geta myndað heilt keppnislið. Vegna þessa verður leikur þeirra færður fram á miðvikudag.
Þeir sem keyptu miða til þess að fylgjast með LOUD hafa þó tvo valkosti. Annars vegar að mæta í áhorfendasalinn og fylgjast með leikjum dagsins en fá einnig miða á miðvikudaginn, eða þá að mæta aðeins á miðvikudaginn og skila fyrri miðanum til þess að fá gjöf frá Riot Games.
An update on the schedule for #VCTLOCKIN pic.twitter.com/p1AIZscjzc
Hægt verður að horfa á tvo leiki í stað þriggja á morgun en þeir verða sýndir í beinni á Twitch og YouTube.
Fyrsti leikurinn hefst klukkan 17:00 þegar NRG og KOI mætast en Giants og Detonation FocusMe taka við músinni klukkan 20:00.