Kúrir meðan þrefaldur deildarmeistari spilar

Emelía Ósk Grétarsdóttir, einnig þekkt sem MSA, hefur unnið ansi mikið í kringum rafíþróttir hér á landi, þá bæði við utanumhald rafíþróttamóta en hún hefur einnig verið sjálf að keppa.

Hún hefur setið í mótastjórn í tölvuleikjunum Counter-Strike: Global Offensive og Rocket League og er nú í mótastjórn í Valorant og FRÍS, en þess má geta að hún er þrefaldur deildarmeistari í kvennaflokk Valorant.

Kvennasamfélagið á Íslandi sterkt

Í nýjasta Settöpp-þætti rafíþróttavefsins fengum við að kíkja heim til hennar og hundsins hennar, Grímu, og fengum að sjá settöppið og kynnast „MSU“ í rafíþróttageiranum örlítið betur.

„Ég hef alltaf sagt að ég sé rosalega lélegur gamer afþví ég spila eiginlega alltaf sömu leikina, en Call of Duty er einn af þessum leikjum sem ég hef spilað frá því að ég byrjaði að spila tölvuleiki fyrst,“ sagði Emelía.

Emelía sagði okkur frá m.a. frá því hvað hún hefur verið að gera í rafíþróttunum á Íslandi en hún telur kvennasamfélagið á Íslandi vera ansi sterkt, þá sérstaklega eftir að kvennadeildin í Valorant var stofnuð.

Þá bendir hún einnig á Facebook-hópinn Tölvuleikjasamfélag íslenskra kvenna, einnig þekktur sem TÍK.

Ástbjört Viðja, blaðamaður, og Emelía Ósk, rafíþróttapía, standa þétt saman.
Ástbjört Viðja, blaðamaður, og Emelía Ósk, rafíþróttapía, standa þétt saman. Kristófer Liljar

Lukkudýrið kúrir við hlið hennar

„Svo er Gríma oftast með mér, hún Gríma er lukkudýrið mitt og hún kúrir sig yfirleitt við hliðina á mér meðan ég spila,“ sagði Emelía er hún sýndi okkur settöppið sitt.

Lukkudýrið Gríma er ansi stillt þegar Emelía spilar tölvuleiki og eru þær miklar vinkonur en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Það má segja að hundurinn Gríma sé lukkudýrið hennar Emelíu …
Það má segja að hundurinn Gríma sé lukkudýrið hennar Emelíu Óskar, MSU. mbl.is/Kristófer Liljar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert