Gervigreind leysti gátuna

Tölvuleikurinn Fortnite.
Tölvuleikurinn Fortnite. Skjáskot/Twitter/Fortnite/IFireMonkey

Fram undan er ný uppfærsla á leiknum Fortnite og birtist ráðgáta á samfélagsmiðlum Fortnite. Í þessari gátu birtist talnaruna sem og upplýsingar um tímasetningu uppfærslunnar.

Fortnite spilarinn „Hypex“ ákvað í kjölfar færslunnar að reyna á mátt gervigreindar og setti inn gátuna í forritið ChatGPT sem er eitt vinsælasta forrit gervigreindar um þessar mundir.

Hypex birti svo á Twitter-síðu sinni að talnarunan gæti stafað út „leystu gátuna“ (e. crack the code). Þrátt fyrir að ekki sé alveg ljóst um hvað er verið að tala þá passar þetta inn í þema leiksins undanfarið en margar ráðgátur eru í leiknum sem og þrautir og verkefni fyrir spilara að leysa.

Búist er við næstu uppfærslu 8. mars næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert