Vinsældirnar halda áfram

Leikurinn heldur áfram að slá í gegn.
Leikurinn heldur áfram að slá í gegn. Skjáskot/Minecraft

Tölvuleikurinn Minecraft kom út fyrir 12 árum síðan, eða árið 2011, en þrátt fyrir það og þökk sé framleiðendum leiksins heldur hann áfram að slá í gegn. Nýjar uppfærslur stútfullar af efni og spennandi viðbótum koma út reglulega sem heldur leikmönnum við efnið.

Einn sá besti í sögunni

Minecraft hefur lengi verið talinn einn besti tölvuleikur allra tíma en möguleikarnir fyrir spilara þegar leikurinn er ræstur eru nánast óendanlegir. Hægt er að berjast, byggja, skoða sig um, keppa við aðra spilara í nánast hverju sem er og svo kemur nýtt efni inn reglulega.

Skjáskot/Minecraft

Ef tölurnar yfir spilara eru skoðaðar þá má sjá að leikurinn er langt frá því að deyja út en í spilurum hefur fjölgað um yfir 100.000 manns á síðastliðnum mánuði og yfir 180 milljónir spilara hafa kveikt á leiknum á síðustu þrjátíu dögum.

Milljónir spila saman

Á einum tímapunkti í febrúar voru yfir 12 milljón spilarar að spila Minecraft á sama tíma. Þetta sýnir hversu vinsæll leikurinn er og hversu vel hann hefur komið undan síðustu árum en algengt er að leikir missi fjölda spilara eftir nokkurn tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert