Vinsældirnar halda áfram

Leikurinn heldur áfram að slá í gegn.
Leikurinn heldur áfram að slá í gegn. Skjáskot/Minecraft

Tölvu­leik­ur­inn Minecraft kom út fyr­ir 12 árum síðan, eða árið 2011, en þrátt fyr­ir það og þökk sé fram­leiðend­um leiks­ins held­ur hann áfram að slá í gegn. Nýj­ar upp­færsl­ur stút­full­ar af efni og spenn­andi viðbót­um koma út reglu­lega sem held­ur leik­mönn­um við efnið.

Einn sá besti í sög­unni

Minecraft hef­ur lengi verið tal­inn einn besti tölvu­leik­ur allra tíma en mögu­leik­arn­ir fyr­ir spil­ara þegar leik­ur­inn er ræst­ur eru nán­ast óend­an­leg­ir. Hægt er að berj­ast, byggja, skoða sig um, keppa við aðra spil­ara í nán­ast hverju sem er og svo kem­ur nýtt efni inn reglu­lega.

Skjá­skot/​Minecraft

Ef töl­urn­ar yfir spil­ara eru skoðaðar þá má sjá að leik­ur­inn er langt frá því að deyja út en í spil­ur­um hef­ur fjölgað um yfir 100.000 manns á síðastliðnum mánuði og yfir 180 millj­ón­ir spil­ara hafa kveikt á leikn­um á síðustu þrjá­tíu dög­um.

Millj­ón­ir spila sam­an

Á ein­um tíma­punkti í fe­brú­ar voru yfir 12 millj­ón spil­ar­ar að spila Minecraft á sama tíma. Þetta sýn­ir hversu vin­sæll leik­ur­inn er og hversu vel hann hef­ur komið und­an síðustu árum en al­gengt er að leik­ir missi fjölda spil­ara eft­ir nokk­urn tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert