Notar gæludýrin sín sem tálbeitu

Nýjasti útsendarinn í Valorant, Gekko, er fæddur og uppalinn í Los Angeles, og vægast sagt dýravinur mikill. Með tilkomu hans geta leikmenn nú valið um 22 mismunandi útsendara til þess að spila.

Gekko fer síður en svo einsamall í bardaga þar sem fjöldi kríla fylgja honum og hjálpa á vígvellinum. Þrátt fyrir mikið traust og vinskap milli Gekko og dýranna þá notar hann þau t.d. sem tálbeitu og kastar þeim í átt að mótherjum m.a. til þess að ýmist rota þá eða skyggja þeim sýnir.

Fjögur kríli gædd hæfileikum

Krílin hafa mismunandi eiginleika og geta til dæmis fælt mótherja Gekko frá svo lið hans komi auga á þá og nái að skjóta þá niður.

Hér í myndböndunum fyrir neðan sýnir Gekko til dæmis frá því hvernig hann vinnur með krílinu Wingman.

Hvað eiga krílin að heita?

Til fögnuðar um þennan nýja útsendara hafa Riot Games unnið með listamanninum Ericdoa að tónlistarverki fyrir opinberunarstiklu Gekko, sem má horfa og hlusta á hér í myndbandinu efst í frétinni.

„Það var einstök áskorun að gefa hæfileikunum hans Gekko nöfn, til samanburðar við fyrri útendara,“ segir Joe Killeen, frásagnarhöfundur.

Hver hæfileiki kallar fram hvert kríli Gekkos og þar sem krílin eru sjálfstæðar persónur, eins og eigandinn, þá er ljóst að þeim vanti nafn. 

„Svo áskorunin varð mjög fljótlega þessi: Hvað getum við kallað hvern hæfileika sem virkar einnig sem nafn fyrir krílið?“

Eftir að hafa hugsað þetta fram og tilbaka komust þau að niðurstöðu og fengu krílin þá nöfnin Dizzy, Wingman, Thrash og Mosh Pit, en Mosh Pit er gjarnan kallaður Mosh til styttingar.

Hér fyrir neðan má einnig sjá hvernig Thrash vinnur með Gekko.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert