Gert að greiða himinháa fjársekt

Fortnite.
Fortnite. Grafík/Epic Games/Fortnite

Leikjaframleiðandinn Epic Games hefur verið gert að greiða 245 milljónir bandaríkjadollara eða tæpa 35 milljarða króna til baka til spilara.

Epic Games var í desember sakað um að hanna kerfi sem fær spilara, og þá helst börn, til þess að kaupa hluti og rafræna mynt í leiknum.

Þurfti ekki samþykki foreldra

Var þetta gert með því að búa til skrítnar útfærslur á staðsetningu staðfestingartakka sem gerði börnum kleift að kaupa í netverslun leiksins án samþykkis foreldra. Þeir sem telja sig eiga rétt á endurgreiðslu geta farið á heimasíðu Fortnite og kannað málið.

Auk þess að endurgreiða spilurum hefur Epic Games verið gert að greiða 275 milljónir bandaríkjadollara, tæpa 40 milljarða króna, í sekt fyrir að brjóta gegn sáttmála sem verndar börn og ungmenni á internetinu.

Þótt þessar upphæðir séu himinháar fyrir suma þá telst þetta dropi í hafið fyrir Fortnite en hagnaður af leiknum voru 5 billjónir dollara á hverju ári frá árinu 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert