„Þetta var eins og í draumi“

Leikmenn Atgeira f.v. Steinn Kári Pétursson, Kristján Logi Guðmundsson, Magnús …
Leikmenn Atgeira f.v. Steinn Kári Pétursson, Kristján Logi Guðmundsson, Magnús Hinrik Bragason, Aron Páll Símonarson, Rúnar Óli Eiríksson. Í miðjunni er Fannar Logi Bragason, þjálfari Atgeira. mbl.is/Óttar Geirsson

Fagnaðarlæti og kæti fyllti rafíþrótta­höll­ina Ar­ena í Kópa­vogi um helg­ina þegar At­geir­ar voru krýnd­ir Íslands­meist­ar­ar í Overwatch 2, en úr­slit­in í Al­menna bik­arn­um fóru fram á laug­ar­dag­inn.

Úrslitaviður­eign­in var ansi spenn­andi en það voru leik­menn NÚ og At­geira sem börðust um fyrsta sætið í Al­menna bik­arn­um á þessu tíma­bili. 

Sneru stöðunni við

NÚ hafði yf­ir­hönd­ina í byrj­un og voru 3:0 yfir en At­geir­ar sneru síðan stöðunni sér í vil og vann fjóra leiki í röð.

„Þetta var eins og í draumi,“ seg­ir Fann­ar Logi í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að þetta hafi verið ógleym­an­legt kvöld.

„Góður end­ir á glæstu æv­in­týri hjá At­geir­um, sem hafa verið að elt­ast við titil­inn í nokk­ur ár. Sú reynsla reynd­ist okk­ur vel þegar við vor­um með bakið upp við vegg­inn.“

Mik­il stemn­ing var í hús­inu en í mynd­band­inu hér fyr­ir neðan má sjá þjálf­ara At­geira, Fann­ar Loga, hlaupa til litla bróður síns sem kepp­ir fyr­ir hönd At­geira, Magnús­ar Hinriks „avvi“ og gefa hon­um stórt knús í beinu fram­haldi af sigr­in­um.

Snýst um hug­ar­farið

Sal­ur­inn var full­ur af stuðnings­mönn­um At­geira sem sungu og öskruðu all­an tím­ann og seg­ir Fann­ar með þakk­læti að ekki séu all­ir svo heppn­ir að hafa svo sterk­an stuðnings­hóp á bak við sig.

Það var margt sem kom At­geir­um á óvart en það var aldrei neinn vafa­mál að kom­ast í úr­slit­in, en hvort þeir myndu mæta Böðlum eða NÚ voru þeir ekki viss­ir um þar sem Böðlar hafa einnig sýnt af sér mik­inn styrk á tíma­bil­inu.

„Það sem ger­ir okk­ur að besta liðinu og Íslands­meist­ur­um er senni­lega hug­ar­farið, „hug­ar­far sig­ur­veg­ara“ eins og það er kallað.“ seg­ir Fann­ar.

„All­ir í liðinu eru með sterk­an haus og hjarta, það skín í gegn í þess­ari seríu þar sem við fór­um 0:3 und­ir í frek­ar slöpp­um leikj­um, virt­ist stefna í gróft tap en við tók­um okk­ur sam­an og sýnd­um hvað í okk­ur bjó og tók­um 4 leiki í röð.“

Óþarfi að deyja

Í sam­tali við mbl.is seg­ist Ingólf­ur Sig­urðsson „ILO“, leikmaður NÚ, vera gríðarlega stolt­ur af sínu liði og frammistöðunni þar sem þetta var fyrsta tíma­bilið þeirra sam­an.

Þegar leið á leik­inn voru leik­menn orðnir nokkuð stressaðir sem or­sakaði ýmis klaufamis­tök og héldu þeir jafn­vel of fast í upp­runa­lega leikplanið, en þeir hefðu mögu­lega getað breytt eitt­hvað til fyrr.

„Þar af leiðandi vor­um við að gera mikið af klaufamis­tök­um, við vor­um að missa leik­menn snemma í bar­dög­um þegar það var eng­in þörf á því að deyja,“ seg­ir Ingólf­ur í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er mest svekkj­andi tapið á ferl­in­um, en ég held að þetta hafi samt verið mik­il­væg lexía fyr­ir okk­ur og við mun­um rísa mikið sterk­ari upp úr þessu.“

Aldrei verið meiri stemn­ing

Tíma­bilið hjá NÚ er þó ekki búið en liðið er á leið inn í Evr­ópu­mót á veg­um Blizz­ard, og mun þar mæta bestu liðum Evr­ópu og verður fróðlegt að fylgj­ast með því

Ljóst er að mikið húll­um­hæ var um að vera í Ar­ena á laug­ar­dag­inn og höfðu nokkr­ir orð á því að það hafi senni­lega aldrei verið svo mik­il stemn­ing á Overwatch-leik á Íslandi, jafn­vel á ís­lensku úr­slita­kvöldi í rafíþrótt­um yfir höfuð.

Hér fyr­ir neðan má sjá end­ur­sýn­ingu af úr­slitaviður­eign­inni á streym­isveit­unni Twitch ásamt viðtöl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert