Yngsti stuðningsmaður Atgeira er ekki nema rétt um eins árs og hefur klæðst merkjum liðsins frá því að hún var skírð.
Guðríður Harpa Elmarsdóttir og dóttir hennar Ísabella eru miklar rafíþróttamæðgur en Guðríður keppti Guðríður sjálf í tölvuleiknum Overwatch með Silfri Mosfellsbæjar.
„Ég fylgist mikið með rafíþróttum og var sjálf að keppa með Silfur Mosfellsbæjar í Almenna bikarnum,“ segir Guðríður í samtali við mbl.is og bætir við að þær mæðgur horfi gjarnan á beinar útsendingar af íslenskum viðureignum í Overwatch á Twitch-rás íslenska Overwatch-samfélagsins.
„Hún skilur ekki hvað er að gerast en hefur mikinn áhuga hvað er að gerast á skjánum.“
Sem fyrr segir er Ísabella einn yngsti stuðningsmaður Atgeira en Guðríður og leikmennn Atgeira eru býsna góðir vinir og á hún jafnframt í ástarsambandi með leikmanninum Oklokar.
„Ég var einmitt að horfa á leik hjá Atgeirum þegar ég var með hríðar uppá spítala,“ segir Guðríður.
Leikmenn Atgeira mættu jafnframt í skírnina en þeir gáfu henni samfellur merktar liðinu í skírnargjöf.
Má því segja að Ísabella sé sannur Atgeiri en á sama tíma er þetta einnig merki um öran vöxt rafíþrótta á Íslandi.