Síðasti vængmaðurinn mun alltaf deyja

Útsendarinn Gekko í tölvuleiknum Valorant frá Riot Games.
Útsendarinn Gekko í tölvuleiknum Valorant frá Riot Games. Grafík/Riot Games

Í tölvu­leikn­um Val­or­ant mun síðasti eft­ir­lif­andi vængmaður­inn á veg­um út­send­ar­ans Gek­ko alltaf láta lífið.

Eins var dregið tals­vert úr skaðagetu Gek­ko gagn­vart hlut­um en skaðaget­an féll frá 2,5 niður í 1.

Þetta kem­ur fram í upp­færslu­atriðum um út­gáfu 6.06 af Val­or­ant frá Riot Games. Þess má geta að „væng­irn­ir eru stýfðir enn frek­ar“ þar sem þeir geta held­ur ekki leng­ur hrist aðra leik­menn til. Hér fyr­ir neðan má sjá stiklu af því hvernig væng­menn Gek­ko nýt­ast í bar­daga.

Sjá bet­ur þegar hurðin fell­ur

Hurðin á milli svæðanna A Link og A Main hef­ur einnig verið upp­færð svo að auðveld­ara verði fyr­ir leik­menn að kom­ast leiðar sinn­ar en fyrst og fremst eiga þeir núna að sjá bet­ur þegar hún hryn­ur í sund­ur.

Nán­ar um þetta og önn­ur atriði sem tóku breyt­ing­um má lesa á heimasíðu Riot Games und­ir upp­færslu­atriðum fyr­ir Val­or­ant 6.06.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert