Smíðaði ofn að hætti Minecraft

Útlit ofnsins hefur haldist nánast óbreytt síðan leikurinn kom út.
Útlit ofnsins hefur haldist nánast óbreytt síðan leikurinn kom út. Skjáskot/Minecraft

Einn aðdá­andi tölvu­leiks­ins Minecraft tók sér tíma í að smíða ofn lík­an þeim sem er að finna í leikn­um. Hann sýndi frá ferl­inu á sam­fé­lags­miðlum sín­um og deildi loka­út­gáf­unni á Reddit-þræði Minecraft-spil­ara.

Leik­ur­inn kom út árið 2009 og hef­ur haldið í hefðirn­ar og gert litl­ar breyt­ing­ar á út­liti hluta í leikn­um.

Minecraft snýst um að spil­ari geri það sem hann vill, hægt er að byggja, berj­ast við skrímsli, spila með vin­um og gera allt sem spil­ara lang­ar til að gera. Spil­ar­ar hafa sýnt snilli sína í leikn­um og nú í raun­heim­um líka.

Í mynd­skeiðinu er ofn­inn sýnd­ur og má sjá lík­indi milli ofns­ins í leikn­um og þeim sem hann smíðaði. Mynd­skeiðið hef­ur fengið gríðarlega góð viðbrögð á Reddit og marg­ir sem hafa skorað hann að smíða fleiri hluti úr Minecraft. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert