Sjáðu helstu tilþrif síðustu umferðar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Það vant­ar ekki fjörið í ís­lensku sen­unni í Rocket League en í mynd­band­inu hér að ofan má horfa á helstu tilþrif tí­undu um­ferðar RLÍS, sem fór fram í síðustu viku.

    Aðeins tvær vik­ur eru eft­ir af tíma­bil­inu en það þýðir að úr­slit­in verða ráðin eft­ir fjór­ar um­ferðir.

    Nán­ast jafn­ir á toppn­um

    Breiðablik sit­ur á toppn­um með átján stig líkt og LAVA Esports, sem stend­ur al­veg uppi í hár­inu á þeim, en þó með fjög­urra marka for­skot.

    Þór sit­ur í þriðja sæti deild­ar­inn­ar eins og er en með fjór­tán stig. Á mynd­inni hér fyr­ir neðan má skoða stöðu deild­ar­inn­ar þessa stund­ina.

    Staða deildarinnar í Rocket League á Íslandi.
    Staða deild­ar­inn­ar í Rocket League á Íslandi. Grafík/​RLÍS

    Sýna frá tilþrif­um hverr­ar um­ferðar

    Mynd­bönd með tilþrif­um hverr­ar um­ferðar RLÍS eru birt á YouTu­be-rás ís­lenska sam­fé­lags­ins í Rocket League og í mynd­band­inu hér neðst í frétt­inni má til dæm­is horfa á tilþrif ní­undu um­ferðar deild­ar­inn­ar.

    Að sama skapi fara fregn­ir af deild­inni sem og umræður tengd­ar leikn­um fram á Discord-rás ís­lenska Rocket League-sam­fé­lags­ins.

    Þykir því til­valið fyr­ir áhuga­sama að sækja sér fé­lags­skap þangað hafi þeir hug á að kynn­ast fleiri ís­lensk­um leik­mönn­um og jafn­vel taka þátt í sen­unni.



    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert