Lækka verðið vegna tæknilegra vandamála

Arena í Kópavogi.
Arena í Kópavogi. Ljósmynd/Arena

Í rafíþróttahöllinni Arena í Kópavogi hefur kvöldið verið tekið frá fyrir íslenska Valorant-samfélagið á Íslandi en fjörið hefst klukkan 18:00.

Tæknileg vandamál lækka verðið

Undanfarna daga hefur verið hægt að tryggja sér miða í forsölu á 5.500 krónur og áttu miðar við hurðina að kosta 6.500 krónur.

Samkvæmt heimildum mbl.is verða miðar í hurð hins vegar seldir á sama verði og í forsölu þar sem heimasíða Arena liggur niðri og því ekki hægt að kaupa miða í forsölu sem stendur.

Tæknileg vandamál verða því áhugasömum Valorant-leikmönnum í hag þar sem um er að ræða þúsund króna sparnað á miðakaupi.

Skemmt sér fram á nótt

Til stendur að smala leikmönnum saman í létt keppnismót þar sem hægt verður að skrá sig til leiks ýmist sem einstakling eða heilt lið. Að sama skapi verður efnt til spurningakeppni á veitingastaðnum Bytes en þar verða einnig sérstök tilboð á bæði mat og drykk.

Viðburðurinn stendur yfir fram á nótt, eða til klukkan 03:00, og fylgir hverjum miða drykkur að eigin vali. Þá er hægt að velja um bjór eða annan óáfengan drykk.

Tölvur verða einnig fráteknar fyrir miðahafa en þar sem kvöldið stendur yfir fram að nóttu hefur aldurstakmark verið sett og þurfa þátttakendur að hafa náð átján ára aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert