Geta uppfyllt drauma munaðarleysingja í Azeroth

Munaðarlaus börn að leik í World of Warcraft.
Munaðarlaus börn að leik í World of Warcraft. Grafík/Blizzard

Í mörg­um stór­borg­um inn­an Azeroth í World of Warcraft má finna munaðarleys­ingja­hæli, þar sem börn ráfa um göt­ur borg­ar­inn­ar og leika sér.

Nú er barna­vik­an haf­in í leikn­um en geta þá leik­menn tekið einn munaðarleys­ingja und­ir vernd­ar­væng sinn og sýnt þeim hvað heim­ur­inn hef­ur upp á að bjóða.

Upp­fylla drauma barn­anna

Meðan á vik­unni stend­ur geta leik­menn unnið sér inn alls kon­ar verðlaun með því að klára verk­efni sem tengj­ast barna­vik­unni.

„Í gegn­um árið hafa munaðarleys­ingj­ar Azeroth eytt stór­um hluta æv­inn­ar í að ráfa um heima­borg­ina sína, að dreyma um dag­inn sem þau verða orðin nógu stór og göm­ul til þess að halda út í heim­inn og upp­lifa æv­in­týr­in sem þau misstu af sem börn,“ seg­ir í til­kynn­ingu á heimasíðu World of Warcraft.

„Á meðan barna­vik­unni stend­ur, hafa gjaf­mild­ar sál­ir Hor­de og Alli­ance kost á að upp­fylla drauma þeirra.“

Barnavikan er hafin í World of Warcraft.
Barna­vik­an er haf­in í World of Warcraft. Grafík/​Blizz­ard

Kom­in með sína eig­in reiðskjóta

Þetta árið hins veg­ar er tals­vert auðveld­ara fyr­ir munaðarleys­ingj­ana að halda í við leik­menn þar sem þeir hafa nú fengið sína eig­in reiðskjóta, sem ger­ir leik­mönn­um auðveld­ara fyr­ir að sýna krökk­un­um heim­inn.

Vik­an hófst þann 1. maí og stend­ur yfir fram að þeim 8. en aðeins er hægt að taka þátt í barna­vik­unni með per­són­um sem hafa náð upp í tí­unda reynsluþrep eða hærra.

Fá gælu­dýr að verðlaun­um

Þegar búið er að klára röð verk­efna í tengsl­um við þessa viku geta leik­menn valið um fjög­ur mis­mun­andi gælu­dýr sem verðlaun. Hafi leikmaður ekki áhuga á þeim stend­ur þeim til boða að þiggja í staðinn gælu­dýrapakka, eða ein­fald­lega gull­pen­inga.

Nán­ar um barna­vik­una má lesa með því að fylgja þess­um hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert