Breiðablik er Íslandsmeistari

Skjáskot úr leiknum Rocket League.
Skjáskot úr leiknum Rocket League. Skjáskot/Rocket League

Rafíþróttaliðið Breiðablik er Íslandsmeistari í Rocket League. Íslenska deildin í Rocket League er gríðarlega sterk og samanstendur af bestu liðum Íslands. Liðin taka þátt í 14 umferðum og bestu liðin halda áfram í úrslitakeppni.

Ljósmynd/RLÍS

Liðsmenn Breiðabliks í Rocket League eru: Krilli, EmilVald, Paxole og Smushball.

Breiðablik gerði sér lítið fyrir og vann deildina og úrslitakeppnina og eru því sannkallaðir meistarar. Breiðabliki tókst að sigra sigurvegara síðustu ára, LAVA Esports, og keppti við Þór í úrslitaleiknum sem var æsispennandi og var hart barist fram á síðustu sekúndu.

Mbl.is óskar Breiðabliki innilega til hamingju með árangurinn!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert