Dregið úr krafti sprengjanna

Handsprengjurnar hafa fengið yfirhalningu í Fortnite.
Handsprengjurnar hafa fengið yfirhalningu í Fortnite. Skjáskot/Fortnite

Flest vopn sem hafa komið við sögu í tölvuleiknum Fortnite eiga tímabil þar sem þau þykja of kröftug eða máttlaus.

Það sama á þó ekki við um handsprengjurnar í leiknum en þeim hefur ekki verið breytt í 5 ár. Síðustu 5 ár hafa handsprengjur verið í uppáhaldi margra, þar sem hægt var að rústa byggingum andstæðinga léttilega og granda mörgum andstæðingum með hnitmiðuðum köstum.

Nú þarf hins vegar að kasta þremur nákvæmum köstum á andstæðinga, ætli spilari að takast að fella hann, ef andstæðingurinn er heill heilsu. Þá verður ekki jafn létt að rústa byggingum, en fyrir breytinguna var hægt að brjóta vegg með einni sprengju en nú þarf nokkrar til.

Þetta eru því góðar fréttir fyrir þá sem kjósa fela sig í nýsmíðuðum virkjum. Þessi kraftbreyting á þó ekki einungis við um handsprengjur, því einnig er búið að draga úr krafti riffilsins „Heavy Sniper“ og þarf meira til þess að rústa byggingum en áður fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert