Hætta að spila nokkrum vikum eftir útgáfu

Hægt er að keppa við aðra spilara á svipuðu getustigi.
Hægt er að keppa við aðra spilara á svipuðu getustigi. Skjáskot/Fortnite

Framleiðendur tölvuleiksins Fortnite fóru í hart við aðra skotleiki þegar ákveðið var að hanna nýtt keppnisumhverfi þar sem spilarar leiksins geta keppt við aðra spilara með svipaða getu og reynt að vinna sig upp stigann og verða betri í leiknum.

Hingað til hefur það gengið vel og spilarar verið ánægðir með þessa þörfu viðbót við leikinn en nú virðist áhuginn vera minnka og því erfiðara að finna andstæðinga og oft löng bið að hefja leiki.

Fortnite birti spurningu á Twitter-síðu sinni þar sem spilarar voru spurðir á hvaða stigi þeir voru staddir í leiknum en sumir nýttu tækifærið og kvörtuðu undan langri bið.

„Því miður þá er ég hættur að spila þetta vegna þess hve langan tíma tekur að finna leik, allir keppnisleikirnir þurfa að vera spilaðir á sama netþjóninum til þess að stytta leitartímann“.

Ekki voru þó allir sammála þessari athugasemd þar sem það gæti þýtt að sumir væru með lélegri tengingu við netþjóninn, en það fer eftir búsetu og lengd frá uppruna netþjónsins.

Streymarinn FaZe Replays sagði á Twitter að hann væri búinn að vera í vandræðum að finna leiki og andstæðinga í um viku núna og ýtir á forritara leiksins að skoða þetta vandamál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert