Ármann fyrstir að sigra toppliðið

Um helgina fór fram heil umferð í íslensku úrvalsdeildinni í …
Um helgina fór fram heil umferð í íslensku úrvalsdeildinni í Counter-Strike. Skjáskot/Vodafone

Um helgina fór fram svokallaður ofurlaugardagur í íslensku úrvalsdeildinni í Counter-Strike.

Ofurlaugardagur er haldinn einu sinni á tímabili þegar heil umferð er spiluð á einu kvöldi og mikil stemning er í húsi þar sem gestir kíkja við og aðstoða við að lýsa leikjunum og fylgjast með deildinni.

Stærsti leikur umferðarinnar var toppslagur NOCCO Dusty og Ármanns sem var síðasti leikurinn á dagskránni. NOCCO Dusty var fyrir umferðina ósigrað í deildinni og sátu á toppi deildarinnar. Ármann hafði tapað einum leik á tímabilinu og gat með sigri á Dusty jafnað þá að stigum.

Leikið var á kortinu Ancient en Ármann hafði betur 16:13 þar sem huNdzi var atkvæðamestur í liði Ármanns með 24 fellur. Vargur fylgdi honum hart á eftir með 23 fellur. Í liði NOCCO Dusty var EddezeNNN atkvæðamestur með 28 fellur. Með sigrinum sendi Ármann lið Dusty niður í fjórða sæti deildarinnar þar sem liðin TEN5ION og Þór unnu einnig bæði sína leiki. Því er staðan núna sú að fjögur lið eru jöfn að stigum, með tíu stig, eftir sex umferðir. 

Önnur úrslit frá laugardeginum:

Þór - ÍBV, 16:3

TEN5ION - ÍA, 16:14

Atlantic - SAGA, 16:10

FH - Breiðablik, 16:9

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna eftir umferðina.

Skjáskot/Frag.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert