Ótrúlegt skot í upphafi móts

Frændurnir „NiKo⁠“ Kovač og Nemanja „⁠huNter-⁠“ Kovač, leikmenn G2 í …
Frændurnir „NiKo⁠“ Kovač og Nemanja „⁠huNter-⁠“ Kovač, leikmenn G2 í CS:GO halda saman á bikarnum eftir að hafa unnið IEM-stórmótið í Katowice í Póllandi. Skjáskot/Twitter/G2

Í opnunarleikjum stórmótsins í Counter-Strike, IEM Sydney 2023, átti leikmaður rafíþróttaliðsins G2, NiKo, skot sem er talið af mörgum vera besta skot mótsins, þrátt fyrir að það sé enn í gangi.

G2 mætti Complexity í útsláttarkeppni mótsins og var leikmaður Complexity, Grim, mættur að reyna stöðva stórsókn G2 þegar NiKo tók málin í sínar eigin hendur og NiKo náði að hitta Grim án þess að miða á hann.

NiKo leikur yfirleitt ekki með þetta vopn sem hann hafði í höndum sér og því er þetta talið enn meira afrek. Hér fyrir neðan má sjá stiklu þegar NiKo fellir Grim. G2 endaði á því að vinna leikinn og tryggði sér sæti í efri hluta útsláttarkeppninnar á meðan Complexity var sent í neðri flokkinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert