Sævar Breki Einarsson
Aðdáendur Counter-Strike rafíþróttaliðsins Natus Vincere þurfa að velja sér nýtt lið til þess að halda með á stórmótinu í Sydney þar sem Natus Vincere náði ekki að komast upp úr riðlakeppninni.
Einn besti Counter-Strike spilari heims, S1mple, missti af mótinu vegna vandræða í skráningarferlinu og því þurfti þjálfari liðsins að vera fimmti maður í byrjunarliðinu.
Þjálfarinn stóð sig býsna vel miðað við aðstæður en liðið FaZe Clan, sem er eitt besta lið heims, bar sigur úr býtum gegn Natus Vincere í útsláttarleik riðlakeppninnar.
Framundan hjá Natus Vincere er dágóð pása frá keppni en FaZe Clan komst áfram í úrslitakeppni IEM Sydney.