Forráðamenn bandaríska rafíþróttaliðsins Liquid reyna nú að sannfæra dönsku stjörnuna Casper „cadiaN“ Moller um að skrifa undir hjá liðinu. Cadian var fyrirliði stórliðsins Heroic og hefur lengi verið talinn einn af bestu leikmönnum heims.
Hann missti hinsvegar sætið sitt á dögunum þegar skipt var úr leiknum Counter-Strike: Global Offensive yfir í Counter-Strike 2. Samkvæmt heimildarmanninum OverDrive eru forráðamenn Liquid með hæsta forgang á því að semja við Cadian.
Ef Cadian semur við Liquid er þó komin upp sú staða hjá liðinu að leikmaðurinn Josh „oSee“ missir sætið sitt, en hann er einn besti leikmaðurinn í Norður-Ameríku í sinni stöðu. Hann gekk til liðs við Liquid árið 2021 og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins síðan þá.