Du­sty aftur á toppinn eftir 4. um­ferð

Kano byrjaði vel á móti Sögu í Ljósleiðaradeildinni í gær …
Kano byrjaði vel á móti Sögu í Ljósleiðaradeildinni í gær en Saga mætti mótlætinu af hörku og endaði með að ná 2:0 sigri.

Fjórðu um­­­­­­­­­ferð Ljós­­­­­leiðara­­­­­deild­ar­inn­ar í Coun­ter Stri­ke lauk í gær­­­­kvöld með þrem­ur leikj­um þar sem Du­sty sigraði Raf­ík 2:0, Saga lagði Kano 2:1 og Þór hafði bet­ur gegn ÍA 2:0.

Tóm­as Jó­hanns­son og Jón Þór Her­manns­son lýstu viður­eign Kano og Sögu í beinni út­send­ingu á milli þess sem þeir greindu stöðuna í Ljós­leiðara­deild­inni al­mennt. Þeir töldu úr­slit kvölds­ins nokkuð fyr­ir­sjá­an­leg og spá þeirra um auðvelda sigra Dusty og Þórs í sín­um leikj­um gekk eft­ir.

Úrslit kvölds­ins hafa ekki mjög drama­tískt áhrif á stöðu liðanna sem þeim Tóm­asi og Jóni Þóri þykir minna mjög á stöðuna eins og hún var í fyrra. Dusty end­ur­heimti efsta sætið af Ármanni, Þór er kom­inn aft­ur í 2. sæti og Ármann er í 3. sæti. Þá kem­ur Saga í 4. sæti og Veca er í 5. sæti.

Fimmta um­ferð Ljós­leiðara­deild­ar­inn­ar byrj­ar á þriðju­dag­inn, 1. októ­ber með tveim­ur leikj­um þar sem Ármann og Hött­ur mæt­ast ann­ars veg­ar og ÍA og Ven­us hins veg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert