Kuti var of beittur fyrir Línu og Dur­tana

Hetjan Luna hefur reynst Kuta haukur í horni það sem …
Hetjan Luna hefur reynst Kuta haukur í horni það sem af er mótinu en liðið hefur nú teflt henni fram til sigurs fimm sinnum. Ljósmynd/RSÍ

Lína og Durtarnir máttu sín ekki mikils gegn Kuta í viðureign liðanna í 1. riðli sjöundu umferðar Litlu-Kraftvéladeildarinnar um helgina og þurftu að sætta sig við tap í báðum leikjum liðanna.

Kuti náði að beita hinni skæðu hetju Luna fyrir sig í báðum leikjum, sem boðaði ekkert gott fyrir keppinautana þar sem Kuti hefur verið sérlega sigursæll með Lunu sín megin.

Lína og Durtarnir reyndu að halda aftur af Lunu í fyrri leiknum með parinu sígilda Lich og Grimstroke en allt kom fyrir ekki enda varla snöggan blett að finna á Sverri Frey Guðjónssyni (Tiny.kuti) í Lunu og Þórhallur Elí Gunnarsson (Dr.Vésteinn) hafði góða stjórn á takti leiksins frá miðjunni.

Í seinni leiknum trommuðu Arnar Már Búason (Zurdah) og Skúli Þorláksson (Pubbuffet) upp með sínar kunnuglegu hetjur Oracle og Necrophos en aftur var Luna á lausu og liðsmenn Kuta snöggir að festa sér hana til þess að þjarma áfram að andstæðingunum.

Eins og staðan er núna leiðir Kuti í 1. riðli …
Eins og staðan er núna leiðir Kuti í 1. riðli með 11 stig en næst á eftir koma Snorri&Dvergarnir með átta stig og Lína og Durtarnir með sjö stig. Ljósmynd/RSÍ

Lína og Durtarnir létu þó ekki deigan síga og börðust hetjulega við að halda sér inni í leiknum en það dugði ekki til. Kuti náði að landa öðrum sigri en eftir þessa seríu hefur Kuti valið Lunu fimm sinnum og þá alltaf staðið uppi sem sigurvegari.

Tveir leikir fóru einnig fram í 2. riðli og þar tapaði Skill Issue fyrir TSR Akademíunni 0-2 og Kiddi Karrí og Alltof Heimskir skildu jöfn, 1-1.

Í 2. riðli eru TSR Akademían, Alltof Heimskir og Hendakallarnir …
Í 2. riðli eru TSR Akademían, Alltof Heimskir og Hendakallarnir í þremur efstu sætunum, öll með sjö stig. Ljósmynd/RSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert