Þórsarar réttu úr kútnum

Þórsarar réttu úr kútnum eftir tap í síðustu viku, lögðu …
Þórsarar réttu úr kútnum eftir tap í síðustu viku, lögðu Ármann 2:1 og sigla inn í lokaumferð Ljósleiðaradeildarinnar jafnir Dusty að stigum á toppi deildarinnar.

Áttunda og næstsíðasta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Stike kláraðist með tveimur leikjum í gærkvöld þar sem Þór og Ármann áttust við annars vegar og Rafík og ÍA hins vegar.

Rafík lagði botnlið ÍA að velli 2:1 og Þórsarar réttu sig af eftir tap gegn Veca í síðustu viku og unnu frekar sannfærandi 2:0-sigur á Ármanni, þótt baráttan hafi verið tvísýn á köflum.

Þórsarar eru þar með komnir upp að Dusty á toppi deildarinnar þar sem bæði liðin eru með 14 stig og spennan því í hámarki fyrir lokaumferðina sem byrjar á þriðjudaginn með viðureignum Sögu og Hattar og Rafík og Kano.

Umferðin klárast síðan á hrekkjavökudaginn 31. október en þá mætir Veca ÍA, Venus og Ármann eigast við og toppliðin Þór og Dusty mætast í leiknum sem hlýtur, eins og sakir standa, að mega teljast aðal leikur tímabilsins.

Staðan í Ljósleiðaradeildinni þegar ein umferð er eftir:

1 Dust     14
2 Þór       14
3 Veca     12
4 Saga     10
5 Höttur    8
6 Ármann  8
7 Kano      6
8 Rafík      6
9 Venus    2
10 ÍA        0

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert