Ballið búið eftir tap gegn Sví­þjóð og Finn­landi

Íslenska kvennalandsliðið í Counter Strike hefur lokið keppni á Norðurlandamótinu …
Íslenska kvennalandsliðið í Counter Strike hefur lokið keppni á Norðurlandamótinu í Svíþjóð eftir tvo tapleiki í dag.

Kvennalandslið Íslands hefur lokið keppni á Norðurlandamótinu í Counter Strike eftir að hafa tapað tveimur leikjum, 2:0, í dag. Fyrst gegn Svíþjóð og síðan ríkjandi Norðurlandameisturum Finnlands. 

Vaskleg framganga og góð tilþrif íslenska liðsins dugðu ekki gegn öflugum og miklum mun leikreyndari andstæðingunum en þær máttu einnig lúta í lægra haldi fyrir danska liðinu í gær.

Fyrirliðinn, Árveig Lilja Bjarnadóttir, sagði við upphaf mótsins að þær væru búnar að kynna sér keppinautana vel og vissu við hverju mætti búast.

Hún, Jasmín Joan Rosento, Guðríður Harpa Elmarsdóttir, Sunna Karítas Rúnarsdóttir og Rósa Björk Einarsdóttir hafa því enga ástæðu til annars en ganga sáttar af velli.

Íslensku og sænsku landsliðskonurnar eru bestu vinkonur þrátt fyrir að …
Íslensku og sænsku landsliðskonurnar eru bestu vinkonur þrátt fyrir að þær sænsku hafi gert okkar konur lífið leitt í fyrri leik dagsins.

Og það gera þær svo sannarlega eins og kveðja frá þeim á Instagram-reikningi TÍK, Tölvuleikjasamfélags íslenskra kvenna, ber með sér þar sem þær birta mynd af sér ásamt sænsku keppendunum með skilaboðum um að þrátt fyrir tap gegn þeim eru þær bestu vinkonur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert