Leifarnar og Dvergarnir deildu 29 ör­lagamínútum

Bjarni Tryggvason beitti Dark Seer fyrir sig í síðari leiknum …
Bjarni Tryggvason beitti Dark Seer fyrir sig í síðari leiknum með góðum árangri fyrir Snorra & Durtana.

Snorri & Dvergarnir og Leifarnar mættust í 7. umferð Litlu-Kraftvéladeildarinnar í Dota 2 og skildu liðin jöfn 1:1 eftir töluverðar sviptingar sem í báðum leikjum urðu mestar eftir 29 mínútur.

Leifarnar höfðu að þessu sinni lánsmanninn Birgi Daða Jóhannsson (Bigginner) í sínum röðum og reyndist sá liðsauki vel þegar á reyndi. Leikurinn var jafn framan af en á 29. mínútu náðu Leifarnar yfirhöndinni og Dvergarnir áttu í stökustu vandræðum með að komast aftur inn í leikinn eftir það.

Leifarnar héldu áfram að þjarma að andstæðingunum sem smám saman töpuðu öllum sínum bröggum og þurftu virkilega að snúa vörn í sókn en á meðan Snorri & Dvergarnir voru uppteknir við að salla liðsfélaga hans niður komst málaliðinn Birgir Daði aftan að þeim og gerði út um leikinn.

Dvergarnir og Snorri létu þó ekki bugast, þéttu raðirnar og þegar þeir voru komnir í sitt hefðbundna form mættu þeir tvíefldir í seinni leikinn og sneru Leifarnar niður með metnaðarfullum liðsanda og samstilltu hópefli á 29 mínútum.

Þennan tæpa hálftíma átti Bjarni Tryggvason (Baddi Badboy) mjög góðan leik á sínum Dark Seer sem virðist með þessu áframhaldi ætla að verða ákveðin einkennishetja hans í Litlu-Kraftvéladeildinni.

Staðan í Litlu-Kraftvéladeildinni í 1. riðli í Dota 2.
Staðan í Litlu-Kraftvéladeildinni í 1. riðli í Dota 2.

Auk jafnteflis Leifanna og Snorra & Dverganna í 7. umferð lagði lið Kuta Línu & Durtanna 2:0 í fyrsta riðli. Staða efstu liða er þannig að Kuti leiðir með 11 stig, þá koma Snorri & Dvergarnir með níu stig og Lína & Durtarnir með sjö stig.

Staðan í Litlu-Kraftvéladeildinni í 2. riðli Dota 2.
Staðan í Litlu-Kraftvéladeildinni í 2. riðli Dota 2.

Leikir umferðarinnar í öðrum riðli fóru þannig að Skill Issue tapaði 0:2 fyrir TSR Akademíunni og Kiddi Karrí og Allt of heimskir skildu jöfn 1:1 og staðan á toppnum er þannig að TSR Akademían er á toppnum með tíu stig, Allt of heimskir með átta og Hendakallarnir með sjö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert