Pókemon­meistarinn sem bítur á jaxlinn

Adam „Admundur“ Freysson, keppandi í Litlu-Kraftvéladeildinni í Dota 2, er …
Adam „Admundur“ Freysson, keppandi í Litlu-Kraftvéladeildinni í Dota 2, er leikmaður vikunnar.

Adam Freysson, sem titlar sig Pókemonmeistara í símaskránni, er Leikmaður vikunnar en hann sýndi mikil tilþrif á hetjunni Pudge í Dota 2 á sunnudaginn og átti þannig stóran þátt í að halda liði sínu á lífi í undanúrslitum Litlu-Kraftvéladeildarinnar. 


Nafn:
Adam „Admundur“ Freysson
Aldur: 30 ára
Deild: Litla-Kraftvéladeildin
Lið: Alltof Heimskir
Staða: Mid(2)

Hvað varð til þess að þú að spila rafíþróttir og hvað dró þig fyrst inn í þennan heim?

Ég byrjaði að spila Dota1 í Warcraft(frozen throne) þegar ég var sirka 9 ára og hef ekki snúið til baka síðan.

Hvaða leikur er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? 

Dota mun alltaf eiga sæti númer eitt hjá mér, líklega vegna þess að vinir mínir spila ennþá.

Hefur hann haft áhrif á þig sem spilara eða einstakling?

Já, ég er búinn að kynnast fullt af vinum og góðu fólki í gegnum 20 ár af Dota!

Hvernig lítur dæmigerður æfingadagur út hjá þér?

Við reynum að æfa okkur einu sinni til tvisvar sinnum í viku og tökum bara nokkra leiki sem lið.

Hver er þinn stærsti sigur hingað til og hvernig var tilfinningin að ná þeim árangri?

Ætli það sé ekki seinasta viðureign gegn TDE. Við vorum einum leik undir og þurftum að vinna næstu tvo. Annars var það bara heimferð.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýjum spilurum sem eru að stíga sín fyrstu skref í rafíþróttum?

Bara spila og æfa sig og prófa sig áfram.

Hvaða lið eða leikmaður hefur haft mest áhrif á þig sem spilara? 

Ég fylgdist með N0tail síðan úr HoN og þegar þeir byrjuðu í Dota þá stóð ekkert annað til boða en að halda með mínum mönnum í OG

Er einhver fyrirmynd sem þú lítur upp til?

Ceb og N0tail úr OG eru svona uppáhalds Dota spilararnir mínir. Svo má ekki gleyma Dendi sem er búinn að kenna mér smá að króka á Pudge.

Hvað gerir þú til að viðhalda andlegu og líkamlegu jafnvægi í gegnum spennandi og stressandi keppnistímabil?

Stundum ræður maður ekkert við stressið en maður verður bara bíta á jaxlinn og spila.

Hvernig sérðu þróunina í rafíþróttum á Íslandi á næstu árum? 

Þetta er að fara mjög góða leið! RÍSÍ eru klárlega að standa sig!

Hver er skemmtilegasta reynslan eða minning þín frá rafíþróttaferlinum?

Þetta er fyrsta sinn sem ég tek þátt og TDE viðureignin stendur alltaf uppúr!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert