Ein­vígi við Widowma­ker á úr­slita­kvöldi Overwatch

Daníel Sigurðsson býður gestum sem vilja geta kallað sig Hörkutól …
Daníel Sigurðsson býður gestum sem vilja geta kallað sig Hörkutól Tölvulistans að mæta hetjunni hættulegu Widowmaker.

Rafíþrótta­sam­band Íslands lýk­ur nóv­em­ber­mánuði með sann­kallaðri úr­slita­helgi. Bar­átt­an um Tölvulista­bik­ar­inn í Overwatch verður til lykta leidd í kvöld og á morg­un kem­ur síðan í ljós hverj­ir verða meist­ar­ar GR-Verk deild­ar­inn­ar í Rocket League.

Gert er ráð fyr­ir stans­lausu fjöri fram eft­ir kvöldi í Ar­ena þegar lið Þórs og Dusty keppa til úr­slita í Tölvulista­bik­arn­um í Overwatch.

Gest­ir geta síðan stytt sér stund­ir á meðan þeir bíða eft­ir úr­slit­un­um með því að mæta hetj­unni Widowma­ker, með fyrr­ver­andi fyr­irliða landsliðsins í Overwatch, Daní­el Sig­ur­vins­son, að baki sér í ein­vígi kenndu við Hörku­tól Tölvulist­ans.

Gleði fram eft­ir kvöldi

Eng­in hætta er á öðru en hart verði bar­ist á öll­um víg­stöðvum þar sem Dusty hef­ur titil að verja sem fyrr­ver­andi meist­ar­ar Þórs fá, aft­ur á móti, nú tæki­færi til að end­ur­heimta.

Ekki dreg­ur síðan úr spenn­unni að Þór mæt­ir til leiks ósigraður, eft­ir tíu um­ferðir, með 30 stig í 1. sæti deild­ar­inn­ar á móti 25 stig­um Dusty í 2. sæt­inu.

Rétt eins og á úr­slita­kvöldi Ljós­leiðardeild­ar­inn­ar í Coun­ter Strike, fyr­ir hálf­um mánuði, verður heil­mik­il veislu­stemn­ing í Ar­ena enda gefa úr­slita­kvöld­in fólk­inu í  leikja­sam­fé­lög­un­um kjörið tæki­færi til að lyfta sér á kreik, hitt­ast og skemmta sér á meðan beðið er eft­ir úr­slit­um.

Markús Pálma­son verður veislu­stjóri kvölds­ins og sjálfsagt verður bæði stuð og á bratt­ann að sækja hjá þeim sem þora á móti Daní­el og skæðu hetj­unni Widowma­ker með.  

Góður í gamla daga

„Widowma­ker er leyniskytt­an í Overwatch og hent­ar þannig vel í svona einn á móti ein­um, ekki ósvipuðu því sem var í boði með Red Bull skytt­una, á Coun­ter Strike úr­slita­kvöld­inu,“ seg­ir Daní­el og bæt­ir við að hann hafi verið feng­inn til verks­ins þar sem hann hafi verið góður á Widowma­ker í „gamla daga.“

Tak­ist þeim sem sem treysta sér til þess að ganga á hólm við Widowma­ker og Daní­el að fella hetj­urn­ar hljóta þau verðlaun frá Tölvulist­an­um og geta skreytt sig með nafn­bót­inni Hörku­tól Tölvulist­ans.

Var best­ur í heimi

Daní­el og Widowma­ker verða mögu­lega sýnd veiði í kvöld en varla gef­in því að í „gamla daga“, eins og Daní­el orðar það, var hann til dæm­is landsliðsfyr­irliði Íslands í Overwatch 2017 og um það bil tveim­ur árum síðar var hann á tíma­bili tal­inn sá besti í heimi á Widowma­ker.

„Síðan þá er þetta allt búið að vera á niður­leið hjá mér,“ seg­ir Daní­el bros­andi og bæt­ir við að hann von­ist þó til að enn sé ástæða til þess að ótt­ast hann á Widowma­ker og að fólk telji sig ekki bara geta komið og krækt í ókeyp­is verðlaun fyr­ir­hafna­laust.

Úrslita­veisla Tölvulista­bik­ars­ins og upp­skeru­hátíð Overwatch-sam­fé­lags­ins hefst í Ar­ena klukk­an 17 í dag. Bein út­send­ing í Sjón­varpi Sím­ans og beint streymi frá viðburðinum byrj­ar klukku­stund síðar, klukk­an 18 á rás­um Rafíþrótta­sam­bands Íslands á Twitch, Face­book og YouTu­be.

Markús Pálmason heldur utan um gleðina á uppskeruhátíð Overwatch-samfélagsins sem …
Markús Pálma­son held­ur utan um gleðina á upp­skeru­hátíð Overwatch-sam­fé­lags­ins sem hefst í Ar­ena klukk­an 17 í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert