Samband meistarana gæti haft áhrif

Hjörvar Steinn og Helgi mætast í úrslitum Íslandsmótsins í netskák …
Hjörvar Steinn og Helgi mætast í úrslitum Íslandsmótsins í netskák í Arena á sunnudagskvöld. Húsið opnar klukkan 19 og beint streymi hefst klukkustund síðar.

„Helgi er gamli þjálf­ari Hjörv­ars og sá sem hjálpaði hon­um að verða stór­meist­ari. Ég held að þeirra sam­band gæti haft smá áhrif á ein­vígið,“ seg­ir Björn Ívar Karls­son um stór­meist­ar­ana Helga Ólafs­son og Hjörv­ar Stein Grét­ars­son sem munu tefla til úr­slita á Íslands­mót­inu í net­skák í Ar­ena á sunnu­dags­kvöld.

„Þeir sem hafa náð best­um ár­angri í mót­inu hingað til hafa verið að halda góðri stjórn á tím­an­um og halda skák­un­um gang­andi án stórra mistaka,“ seg­ir Björn Ívar sem hef­ur ásamt Ingvari Þór Jó­hann­es­syni lýst viður­eign­um móts­ins í streymi og beinni út­send­ingu Sjón­varps Sím­ans.

„Helgi er reynslu­mik­ill og mjög sterk­ur í hraðskák þrátt fyr­ir að vera orðinn 68 ára,“ held­ur Björn Ívar áfram og bend­ir á að Helgi gefi yf­ir­leitt ekki mik­il færi á sér. Hann geti auk þess teflt mjög hratt, haldið góðu tempói og sett tíma­pressu á and­stæðing­inn.

„Hjörv­ar var um tíma okk­ar langsterk­asti skák­maður en hef­ur dregið tals­vert úr tafl­mennsku á síðustu árum,“ seg­ir Björn Ívar þegar hann snýr sér að Hjörv­ari. „Hann hef­ur talað um að vera ör­lítið ryðgaður og er lík­lega eitt­hvað frá sínu besta,“ held­ur Björn Ívar áfram og minn­ir á að á tíma­bili hafi Hjörv­ar Steinn verið of­ar­lega á heimslist­an­um með yfir 2700 hraðskák­stig. 

Svipaður stíll

„Skák­stíll Hjörv­ars er ekki ósvipaður Helga, hann tefl­ir traust, gef­ur ekki mik­il færi á sér, get­ur teflt hratt og sett pressu á klukk­unni. Hjörv­ar leit­ast oft eft­ir því að fá stöður með mikið rými og „kaf­færa“ and­stæðing­inn á þann hátt.

Ingvar Þór og Björn Ívar hafa fylgst vel með netskákmótinu …
Ingvar Þór og Björn Ívar hafa fylgst vel með net­skák­mót­inu í bein­um út­send­ing­um og sá síðar­nefndi á von á mjög jöfnu ein­vígi. Skjá­skot/​RÍSÍ

Það sem mér hef­ur fund­ist skemmti­leg­ast á mót­inu hingað til eru opn­ar, flókn­ar og spenn­andi skák­ir sem hafa ráðist í tíma­hraki auk mistaka, sem við höf­um séð tölu­vert af. Sér­stak­lega frá þeim sem eru dottn­ir út!“

Björn Ívar seg­ir þá Helga og Hjörv­ar hafa að mestu leyti náð að forðast stöður sem þess­ar, enda komn­ir alla leið í úr­slit.

Ólík viðhorf

„Hjörv­ar hef­ur sjálf­ur talað um að hon­um finn­ist leiðin­legt að vinna Helga, að ég held í þeirri merk­ingu að hann líti upp til hans,“ seg­ir Björn Ívar og rifjar síðan upp á sjálf­ur hafi Helgi sagst hafa fyr­ir reglu ,,að tapa ekki fyr­ir göml­um nem­end­um.“

„Ég á von á mjög jöfnu ein­vígi en tel samt lík­legt að Hjörv­ar vinni. Hjörv­ar er sterk­ari í tíma­hraki og þar sem verður að telj­ast lík­legt að skák­irn­ar snú­ist um þunga stöðubar­áttu og gætu orðið lang­ar munu marg­ar þeirra enda þannig að kepp­end­ur fara und­ir 20 sek­únd­ur. Þar er Hjörv­ar mun lík­legri en Helgi.

Til þess að vinna tel ég að Helgi verði að fá góðar stöður út úr byrj­un­inni og reyna að klekkja á Hjörv­ari þar.“

Þar sem kepp­end­ur á mót­inu hafa hingað til teflt skák­ir sín­ar, að heim­an, á net­inu er rétt að árétta að í úr­slitaviður­eign­inni munu þeir Helgi og Hjörv­ar mæt­ast í Ar­ena við Smára­torg í Kópa­vogi.

Úrslitaviðureignin á sunnudaginn er viðburður sem skákáhugafólk ætti ekki að …
Úrslitaviður­eign­in á sunnu­dag­inn er viðburður sem skák­á­huga­fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert