Ómenguð og áþreifanleg Fortnite-spenna

Fremstu Fortnite-spilarar landsins komu saman á úrslitakvöldi deildarinnar til þess …
Fremstu Fortnite-spilarar landsins komu saman á úrslitakvöldi deildarinnar til þess bæði að keppa og ekki síður skemmta sér saman. Ljósmynd/Atli Már

„Úrslitakvöldið var hápunkturinn og þar kom allt saman á einstakan hátt,“ segir mótastjórinn Atli Már Guðfinnsson um spennuþrungið úrslitakvöld deildakeppninnar í Fortnite.

Fremstu Fortnite spil­ar­ar lands­ins komu sam­an á úr­slita­kvöldi deild­ar­inn­ar í Fortnite í Ar­ena á laug­ar­dags­kvöld, tókust á í tveimur hörkuleikjum og nutu þess að spila og skemmta sér í eigin persónu undir sama þaki.

„Það var magnað að sjá spilara njóta sín og upplifa spennuna sem við höfum skapað og ómetanlegt að sjá þetta verkefni, sem við höfum byggt upp frá grunni, verða að veruleika,“ heldur Atli Már áfram. 

Öll rými Arena voru þéttsetin þegar tekist var á í …
Öll rými Arena voru þéttsetin þegar tekist var á í leikjum kvöldsins. Ljósmynd/Atli Már

Fortnite-spilararnir sem fjölmenntu í Arena sýndu og sönnuðu með frammistöðu sinni og íþróttamannslegri framkomu að framtíð Fortnite-samfélagsins á Íslandi er björt.

„Þetta hefur verið ferðalag fullt af gleði og lærdómi og við í mótastjórn hlökkum til að halda þessari vegferð áfram, “ segir Atli Már og bendir á að ferðalagið er rétt að byrja um leið og hann minnir á að nú þegar er búið að opna fyrir skráningar næsta keppnistímabils á slóðinni https://bit.ly/m/Elko-deildin.

Denas Kazulis vann deildina í Fortnite í síðasta mánuði og …
Denas Kazulis vann deildina í Fortnite í síðasta mánuði og fékk loks að hampa verðlaununum. Ljósmynd/Atli Már

Skærustu stjörnur keppnistímabilsins, Den­as Kazul­is og Kristó­fer Trist­an, létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á úrslitakvöldið þar sem Denas tók við verðlaunum sínum fyrir 1. sætið í ELKO-Deildinni og Kristófer stal senunni með sigri í báðum leikjum kvöldsins.

Kristófer sýndi slík tilþrif í leikjunum tveimur að Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son, sem lýsti leikj­un­um, talaði um „sturlaða frammistöðu“ hans á loka­kvöld­inu. Sjálfur segist Kristófer hafa verið frekar slakur í leikjunum. „Ég var ekkert stressaður eftir fyrsta leikinn enda var ég þá kominn með 18 stiga forystu.“

Kristófer Tristan átti stórleik á og tók bæði við verðlaunum …
Kristófer Tristan átti stórleik á og tók bæði við verðlaunum fyrir 1. sæti úrslitakvöldsins og 2. sæti deildarinnar. Ljósmynd/Atli Már

Þrátt fyrir frábæran endapunkt og gott gengi á keppnistímabilinu segist hann þó ekkert of sáttur við 2. sæti deildarinnar. Enda hafi hann misst af 75.000 krónum af verðlaunafénu við að missa af 1. sætinu. 

Ólafur Hrafn var, eins og alltaf, í hörku stuði þegar …
Ólafur Hrafn var, eins og alltaf, í hörku stuði þegar hann fór yfir gang mála og keppnistímabilið allt. Ljósmynd/Atli Már
Ljósmynd/Atli Már
Ljósmynd/Atli Már
Ljósmynd/Atli Már
Ljósmynd/Atli Már
Ljósmynd/Atli Már








mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert