Kutarnir elska Búðardal

Sverrir Freyr (tiny.kuti) ásamt félögum sínum í sigurliði Kuta þeim …
Sverrir Freyr (tiny.kuti) ásamt félögum sínum í sigurliði Kuta þeim Birgi (b1x), Erni Frey (Beygli) og Gísla Rúnari (hsolo). Ljósmynd Bergur Árnason

„Það er ógeðslega gaman að hitta fólk svona í raunheimum. Geggjað bara og ég var að hitta einn úr liðinu, tvo jafnvel, í fyrsta skipti í eigin persónu,“ segir Sverrir Freyr sem fagnaði, ásamt félögum sínum í Kuta meistaratitli í Dota 2 um helgina. 

Æsispennandi úrslitaviðureign Kuta og TSR Aka­demí­unnar, sem fór fram í Arena á laugardagskvöld, lauk með 3:1 sigri Kuta eftir harða og tvísýna baráttu. Liðið stóð því uppi sem Íslandsmeistari í Dota 2 í „bumbu­boltanum“ eins og deildin er stundum kölluð.

Sverrir Freyr, sem í Dota 2-heiminum er sjálfsagt þekktari sem „tiny.kuti“, segir aðspurður að allir leikirnir hafi verið harðir og tekið á taugarnar. „En sérstaklega sá síðasti,“ segir hann um fjórða leikinn þar sem TSR hafði lengst af yfirhöndina.

Lið TSR Akademíunnar sem hafnaði í öðru sæti eftir harða …
Lið TSR Akademíunnar sem hafnaði í öðru sæti eftir harða og hádramatíska baráttu við Kuta. Ljósmynd Bergur Árnason

Svo mjög þótti lýsendum í beinu útsendingunni frá viðureigninni halla á Kuta að þeir töldu „gjör­sam­lega galið“ að Akadímían hafi getað misst leikinn úr höndum sér. Þá fannst þeim ekki síður ótrúlegt að Kutarnir hefðu taugar til að halda baráttuna út og snúa henni að lokum upp í sigur.

„Liðið í þessari mynd var eiginlega bara stofnað fyrir þetta mót,“ segir Sverrir en bætir við að flestir hafi liðsmenn þó spilað saman í nokkur ár en þeir hafi ekki tekið þátt í móti með nákvæmlega þessari uppstillingu áður. 

Þessi farsæla frumraun liðsins í deildinni hefur að sjálfsögðu orðið til þess að Kutarnir vilja stefna hærra. „Við erum að skoða hvort við ætlum að taka þátt í stóru deildinni eftir áramót,“ segir Sverrir en þá þyngist heldur betur róðurinn því þá kemur loks að því að mulningsvélum þeirra allra bestu á landinu í Dota 2 verði sleppt lausum.

Veislustjórinn Aleksander Mojsa lék á als oddi frá upphafi til …
Veislustjórinn Aleksander Mojsa lék á als oddi frá upphafi til enda. Ljósmynd Bergur Árnason

Athygli vakti að þegar sigur Kuta var í höfn var lagið Er ég kem heim í Búðardal, með Ðe lón­lí blú bojs, hækkað í botn og lýsendur útsendingarinnar töluðu um að bikarinn væri kominn heim. Í Búðardal það er að segja.

„Einn úr liðinu er þaðan. Við elskum Búðardal,“ svarar Sverrir að bragði þegar hann er beðinn um að útskýra þessa tengingu betur.

Úrslitakvöld deildarinnar markaði endalok sprellfjörugs og vel heppnaðs keppnistímabils í deildum Rafíþróttasambands Íslands og rétt eins og undanfarin úrslitakvöld var gleðin við völd þegar Dota 2-samfélagið notaði tækifærið, kom saman í raunheimum, skemmti sér og hitti jafnvel, eins og Sverrir, suma félaga sína í fyrsta skipti.

Lið Hendakallanna, sem hafnaði í þriðja sæti, með veislustjórann Aleksander …
Lið Hendakallanna, sem hafnaði í þriðja sæti, með veislustjórann Aleksander að baki sér. Ljósmynd Bergur Árnason

Al­eks­and­er Mojsa (Mojsla) sá um veislustjórn og eins og meðfylgjandi myndir bera með sér hélt hann fjörinu gangandi langt fram eftir kvöldi í gegnum verðlaunaafhendingar og annað sem tilheyrir uppskeruhátíðum af þessu kalíberi.

Salurinn var vel með á nótunum.
Salurinn var vel með á nótunum. Ljósmynd Viktor Birgisson
Framleiðsluteymi Litlu-Kraftvéladeildarinnar þeir Hrannar Marel, Bergur og Snorri.
Framleiðsluteymi Litlu-Kraftvéladeildarinnar þeir Hrannar Marel, Bergur og Snorri.
Fjörulallinn Jökull Þór klæddi sig upp áður en hann afhenti …
Fjörulallinn Jökull Þór klæddi sig upp áður en hann afhenti Oat King verðlaunin. Ljósmynd Bergur Árnason
Oddur (Jesusn1) sigraði Oat King keppnina og tók við verðlaununum, …
Oddur (Jesusn1) sigraði Oat King keppnina og tók við verðlaununum, kassa af Oat King, úr hendi Fjörulalla. Ljósmynd Bergur Árnason
Steinar Ársælsson er einn þeirra sem kom að beinu lýsingunni …
Steinar Ársælsson er einn þeirra sem kom að beinu lýsingunni sem hófst klukkan 15 og stóð fram eftir kvöldi allt þar til yfir lauk. Ljósmynd Viktor Birgisson
Aleksander Mojsa veislustjóri og Randver Pálmi áhorfandi tóku þátt í …
Aleksander Mojsa veislustjóri og Randver Pálmi áhorfandi tóku þátt í hasarnum af lífi og sál. Ljósmynd Viktor Birgisson
Lýsandinn Jökull Þór, einnig þekktur sem Fjörulalli kom víða við.
Lýsandinn Jökull Þór, einnig þekktur sem Fjörulalli kom víða við. Ljósmynd Bergur Árnason
Veislustjórinn Aleksander og Hrannar, einn lykilmaðurinn í þessu öllu saman, …
Veislustjórinn Aleksander og Hrannar, einn lykilmaðurinn í þessu öllu saman, gátu leyft sér að brosa breitt. Ljósmynd Bergur Árnason
Þórhallur Elí, sjálfur Dr.Vésteinn, hinn skæði miðjuspilari Kuta var í …
Þórhallur Elí, sjálfur Dr.Vésteinn, hinn skæði miðjuspilari Kuta var í góðum gír. Ljósmynd Bergur Árnason
Kutarnir og deildarmeistararnir Sverrir Freyr (tiny.kuti) og Birgir Örn (b1x).
Kutarnir og deildarmeistararnir Sverrir Freyr (tiny.kuti) og Birgir Örn (b1x). Ljósmynd Bergur Árnason

















mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert