Skemmtileg samheldni í Overwatch

Mótstjórinn Eyrún Elíasdóttir segir samheldni alls þess skemmtilega fólks sem …
Mótstjórinn Eyrún Elíasdóttir segir samheldni alls þess skemmtilega fólks sem myndar Overwatch samfélagið á Íslandi hafa verið það ánægjulegasta við nýliðið rafíþróttaár.

„Að sjá hvernig sam­fé­lagið stend­ur sam­an. Það væri eng­in keppni án spil­ara auðvitað, en það er svo mik­il þátt­taka,“ seg­ir Eyrún Elías­dótt­ir úr móta­stjórn deild­ar­inn­ar í Overwatch þegar hún er spurð hvað henni fannst ánægju­leg­ast við nýliðið rafíþrótta­ár.

„Ekki bara fólk að keppa, held­ur að mæta á „mini­mót“, „comm­unity nig­hts“, lý­send­ur sem bjóða sig fram vegna áhuga og tækni­menn, meðlim­ir móta­stjórn­ar sem voru öll bara hluti af sam­fé­lag­inu,“ held­ur Eyrún áfram og bend­ir á sjálfa sig eina þeirra sem byrjuðu svona og enduðu með að axla meiri ábyrgð síðar.

„Það eru svaka marg­ir nýj­ir sem bætt­ust við þetta árið, eins og Helenzo sem vann neðri deild­ina eft­ir flott­ustu fram­för yfir eitt tíma­bil sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð.

Og Vicci, sem mætti og hristi í öll­um með Doom­fist. Við vær­um hvergi án svona ótrú­lega skemmti­legs og metnaðarfulls fólks sem er Overwatch sam­fé­lagið.“

Ár mik­illa fram­fara

Eyrún bend­ir einnig á að mikl­ar fram­far­ir hafi orðið á síðasta ári eft­ir að Rafíþrótta­sam­bandið tók bet­ur utan um öll rafíþrótta­sam­fé­lög­in og þau í Overwatch hafi fundið sér­stak­lega mik­inn mun á milli ára.

Hvað hápunkta í henn­ar deild varðar nefn­ir Eyrún ein­fald­lega nokkuð óvænt úr­slit bik­ars­ins. „Ég held ein­fald­lega úr­slit­in. Allt tíma­bilið var það næst­um fyr­ir­liggj­andi niðurstaða að Þór myndi ná titl­in­um.

Næst­um all­ir leik­ir 3-0, ósigraðir allt tíma­bilið, þannig að sjá fram­för­ina og æf­ing­una hjá Dusty rísa í gegn­um tíma­bilið og á end­an­um sigra Þór með svona miklu ör­yggi - það var hrein­lega magnað.“

Eyrún seg­ir út­litið bjart fyr­ir fram­haldið 2025. Stjórn­in ætli þó aðeins að anda yfir hátíðarn­ar og hvílast eft­ir anna­samt ár áður en farið verði í djúp­ar pæl­ing­ar. „En það eru plön fyr­ir allskon­ar skemmti­legt tengt Overwatch eft­ir ára­mót hjá okk­ur,“ seg­ir hún og bæt­ir við að upp­ástung­ur frá sam­fé­lag­inu um ým­is­legt áhuga­vert verði meðal þess sem skoðað verði bet­ur á nýju ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert