Kano og Venus buðu upp á geggjaðan leik

Kano hrósaði sigri á Venus í 2. umferð Reykja­vík In­ternati­onal …
Kano hrósaði sigri á Venus í 2. umferð Reykja­vík In­ternati­onal Games í Counter Strike.

RIG, Reykja­vík In­ternati­onal Games, í Coun­ter Strike hélt áfram í gær­kvöld þegar fjór­ir leik­ir voru spilaðir í 2. um­ferð. Tóm­as Jó­hanns­son og Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son lýstu viður­eign Kano og Venus­ar í beinni út­send­ingu Sjón­varps Sím­ans og streym­isveit­um Rafíþrótta­sam­bands­ins.

Fyrri leik liðanna lauk með 19:17 sigri Kano og Ólaf­ur Hrafn svo langt að lýsa því yfir að leik­ur­inn væri einn sá skemmti­leg­asti sem hann hef­ur horft á í ís­lensk­um Coun­ter Strike. „Þetta er einn skemmti­leg­asti leik­ur sem ég hef horft á í ís­lensk­um CS. Mér fannst hann bara geggjaður.“

Fyrri leikur Kano og Venusar þótti geggjaður, jafn og spennandi, …
Fyrri leik­ur Kano og Venus­ar þótti geggjaður, jafn og spenn­andi, en fyrr­nefnda liðið tryggði sér sig­ur í viður­eign­inni með sann­fær­andi sigri í þeim seinni.

Tóm­as tók und­ir þetta en þeir fé­lag­ar reiknuðu engu að síður með því að Ven­us myndi rétta sinn hlut í næsta leik. Niðurstaðan varð hins veg­ar sann­fær­andi 13:7 sig­ur Kano sem þar með sigraði um­ferðina 2:0. Á sama tíma lagði Dusty ace.X 2:0, VECA sigraði Fylki, einnig 2:0 og Saga af­greiddi Aur­ora með sömu loka­töl­um. 

Ólafur Hrafn og Tómas voru í miklu stuði þegar þeir …
Ólaf­ur Hrafn og Tóm­as voru í miklu stuði þegar þeir lýstu leik Kano og Venus­ar á Reykja­vík In­ternati­onal Games. Skjá­skot/​RÍSÍ

RIG í Coun­ter Strike held­ur áfram þriðju­dag­inn 14. janú­ar en eft­ir úr­slit 2. um­ferðar raðast liðin þannig sam­an að í raun er um end­ur­tekn­ingu á 1. um­ferð að ræða þegar ace.X mæt­ir Hjól­inu  á Enska, Fylk­ir og Sindri, Aur­ora og Verðbólga og Ven­us og Dusty JR tak­ast á.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert