Atvinnumarkvörður grípur Dota-boltann

Grétar Ari Guðjónsson hefur á liðnum árum varið mörk franskra …
Grétar Ari Guðjónsson hefur á liðnum árum varið mörk franskra handboltaliða en færir sig líklega mun framar á Dota 2 vellinum með Boomer esports í Kraftvéladeildinni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Skráningu liða í Kraftvéladeildina í Dota 2 lauk í gær og ljóst að tíu lið munu keppa í deildinni sem fer í gang í þessum mánuði. Ætla má að Boomer esports verði þar frekt til fjörsins en liðið teflir meðal annarra fram streymisstjörnunni Einari Guðjohnsen og atvinnumarkverðinum Grétari Ara Guðjónssyni.

Einar, sem er þekktari í leiknum sem Hoboharry, er líklega frægasti Dota2 streymari landsins og meðal þeirra Íslendinga sem skora hæst á styrkleikalistum. Þrátt fyrir þetta hefur Einar ekki tekið þátt í deildinni áður nema sem lánsmaður í örfáum leikjum.

Hann nýtur talsverðra vinsælda á Twitch þar sem hann spilar oft með þekktum spilurum á Dota-senunni, til dæmis Qojqva og Gorgc.

Handboltamaðurinn Grétar Ari Guðjónsson gengur einnig til liðs við Búmerana. Hann þótti, fyrir nokkrum árum, einn efnilegasti markvörður landsins og hefur á síðustu árum verið í atvinnumennsku í Frakklandi. 

Grétar hefur spilað Dota 2 lengi og þykir líka býsna öflugur á þeim velli en ekki látið mikið að sér kveða á senunni vegna anna í handboltanum en kemur líklega inn af fullum krafti í deildina núna.

Gamli Dota 2 hundurinn Fannar Hólm Ingvarsson, sjálfur ChroMiuM, er lykilmaður Boomers esports enda meðal elstu og reyndustu „carry“ spilara hér á landi og Hann mælist, eins og Einar, nokkuð hátt á evrópska „leaderboardinu“ í Dota 2.

Fannar hefur spilað í seinustu deildum og staðið sig með prýði en hins vegar ekki með sérstaklega sterkum liðum og hefur komist hæst í þriðja sæti. Auk þessara þriggja fylla þeir Snævar Dagur Péturson (Woooo) og Birkir Helgi (Biggi frændi) lið Boomer esports.

Önnur lið sem eru skráð eru til leiks eru venus.bodyfuel, áður RÍM, sem er til alls líklegt, með þrefalda deildarmeistara innanborðs, Óreiðuhnakkarnir, sem hétu áður Kiddi Karrí, mæta með sömu liðskipan og í Litlu-deildinni þar sem þeim gekk ágætlega í fyrra. 

Þá er ónefnt nýja liðið Rafíþrótta­fé­lag Ar­ena sem er sett sam­an úr gömlu liðunum Frændafli og Tropa De Elite (TDE). Þar eru því eng­ir græn­ingj­ar á ferð en eins og nefnið ber með sér er það á samn­ing við Ar­ena Gaming og er fyrsta liðið sem Ar­ena send­ir til keppni.

Deild­in er öll­um opin, óháð styrk­leika­stigi, og öll lið eru því hvött til að taka þátt enda bráðskemmti­legt að spreyta sig í al­vöru keppn­is­um­hverfi. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­komu­lag móts­ins má finna á HÉR

Deild­in verður með svipuðu sniði og áður, með ör­litl­um breyt­ing­um þó. Þriðju­dag­ar verða aðal­spila­dag­ar en sunnu­dag­ar auka­dag­ar. Reglu­leg­ar bein­ar út­send­ing­ar verða sem fyrr á sunnu­dög­um í Sjón­varpi Sím­ans og í streymi á rás­um Rafíþrótta­sam­bands­ins.

Liðin sem keppa í Kraftvéladeildinni:

AHÍ Sports:
Fresh Prince
Admundur
Clarity Addict
Doomsdave
Awesom-O
Hot Shame

NLG:
Chromium
Gretarari
Wooo
:biggi:
HoboHarry
Louie

Venus.Bodyfuel
Trummy
Ic3fog
Alvöru Keyrsla
Mojsla
Consequence

Óreiðuhnakkarnir:
Cromwell
Túra
QD
Bolsjerlini
Arneus
St
Hognir
Chacomanjaro

Snorri & Dvergarnir:
BT Geimferðir
Thunder Bandit
Big Boy ;)
Gleipnir
N.Penguin
Glacier
Igner

TDE junior:
$mokey
7liv
Norbert
Ostbagsman
Nakata

TDR
Young Pollur
Brummi
Slunk
LebronHelgi
Slunk
Axarinn

Rafíþróttafélag Arena
Ingmundur
ρ (Özil)
flying
Matiwesoly
Crazy Leprech4un

LFT #1
21wann
Low
tiny.kuti
HSolo
Pubbuffet
Hafliðijr
Sigursteinn

3K Hegðunarstigaklúbburinn
Doktor Baby
Fitzi
Bangsi
JesusN1
sMurker
Vinstri
Zurdah

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert