Rafmagnað andrúmsloft á Íslandsmeistaramóti ungmenna í rafíþróttum

Mikil spenna ríkti þegar keppt var í Fortnite á KIA …
Mikil spenna ríkti þegar keppt var í Fortnite á KIA Íslandsmeistaramóti ungmenna Ljós­mynd/​rafit­hrott­ir.is

Helg­ina 5.–6. apríl fyllt­ist Ar­ena við Smára­torg af spennu og keppn­is­anda þegar fyrsta opna Íslands­meist­ara­mót ung­menna í rafíþrótt­um fór fram. Mótið, KIA Íslands­meist­ara­mót ung­menna, sem var haldið af Rafíþrótta­sam­bandi Íslands (RÍSÍ) í sam­starfi við KIA, Corny, Look-o-Look og Ljós­leiðarann, var sögu­legt og gaf ung­menn­um um allt land tæki­færi til að skína í sín­um upp­á­halds leikj­um.

Keppt var í fjöl­breytt­um tölvu­leikj­um, þar á meðal Fortnite, Val­or­ant, Roblox og Minecraft. Þar vakti Fortnite-keppn­in sér­staka at­hygli – bæði fyr­ir spenn­andi leikstíl og glæsi­lega frammistöðu nokk­urra ein­stakra leik­manna.

Sigurvegarar fengu bikara merkta KIA Íslandsmeistaramóti ungmenna
Sig­ur­veg­ar­ar fengu bik­ara merkta KIA Íslands­meist­ara­móti ung­menna Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is

Þor­lák­ur og Bragi skáru sig úr í Fortnite

Sig­ur­veg­ar­ar Fortnite:

  • Fortnite Solo – yngri flokk­ur: Þor­lák­ur Gott­skálk (FH)

  • Fortnite DUO – yngri flokk­ur: Þor­lák­ur Gott­skálk (FH) & Brim­ir Leó (FH)

  • Fortnite Solo – eldri flokk­ur: Bragi Sig­urður (RAFÍK)

  • Fortnite DUO – eldri flokk­ur: Bragi Sig­urður (RAFÍK) & Al­ex­and­er Lilj­ar (RAFÍK)

Alexander Liljar og Bragi Sigurður
Al­ex­and­er Lilj­ar og Bragi Sig­urður Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is

Litlu mátti muna í ein­stak­lingskeppni Fortnite í eldri flokki þar sem Bragi Sig­urður og Al­ex­and­er Lilj­ar voru að keppa um fyrsta sætið, en það fór þannig að Bragi endaði með 132 stig gegn 127 stig­um Al­ex­and­ers.

Aðstaðan í Ar­ena var til fyr­ir­mynd­ar, og mik­il áhersla var lögð á já­kvæða upp­lif­un kepp­enda, jafnt í keppni sem og fé­lags­legri sam­veru.​ Þrátt fyr­ir að þetta væri fyrsta mótið sinn­ar teg­und­ar tókst það með glæsi­brag og er nú þegar farið að rjúka upp spenn­an fyr­ir næsta viðburð.

Áhorfendur fylgdust spennt með
Áhorf­end­ur fylgd­ust spennt með Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is

„Þetta var al­gjör­lega frá­bær helgi – og við erum virki­lega spennt að fylgj­ast með þess­um krökk­um vaxa í rafíþrótt­um á næstu árum,“ sagði Lars Davíð, markaðsstjóri RÍSÍ eft­ir mótið.

Verðlaun voru veitt fyrir efstu 3 sætin í hverjum flokki
Verðlaun voru veitt fyr­ir efstu 3 sæt­in í hverj­um flokki Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
Ljós­mynd/​​rafit­hrott­ir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert