Helgina 5.–6. apríl fylltist Arena við Smáratorg af spennu og keppnisanda þegar fyrsta opna Íslandsmeistaramót ungmenna í rafíþróttum fór fram. Mótið, KIA Íslandsmeistaramót ungmenna, sem var haldið af Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ) í samstarfi við KIA, Corny, Look-o-Look og Ljósleiðarann, var sögulegt og gaf ungmennum um allt land tækifæri til að skína í sínum uppáhalds leikjum.
Keppt var í fjölbreyttum tölvuleikjum, þar á meðal Fortnite, Valorant, Roblox og Minecraft. Þar vakti Fortnite-keppnin sérstaka athygli – bæði fyrir spennandi leikstíl og glæsilega frammistöðu nokkurra einstakra leikmanna.
Sigurvegarar Fortnite:
Litlu mátti muna í einstaklingskeppni Fortnite í eldri flokki þar sem Bragi Sigurður og Alexander Liljar voru að keppa um fyrsta sætið, en það fór þannig að Bragi endaði með 132 stig gegn 127 stigum Alexanders.
Aðstaðan í Arena var til fyrirmyndar, og mikil áhersla var lögð á jákvæða upplifun keppenda, jafnt í keppni sem og félagslegri samveru. Þrátt fyrir að þetta væri fyrsta mótið sinnar tegundar tókst það með glæsibrag og er nú þegar farið að rjúka upp spennan fyrir næsta viðburð.
„Þetta var algjörlega frábær helgi – og við erum virkilega spennt að fylgjast með þessum krökkum vaxa í rafíþróttum á næstu árum,“ sagði Lars Davíð, markaðsstjóri RÍSÍ eftir mótið.