Árekstur fremstu tveggja manna í Formúlu 1 kappakstrinum í Austurríki í dag skilaði George Russell á Mercedes bíl sigrinum. Max Verstappen og Lando Norris rákust á.
Norris virtist vera að taka fyrsta sætið af Verstappen en Hollendingurinn hægði óeðlilega á sér í framúraksturstilraun Bretans með þeim afleiðingum að báðir bílar þurftu að fara inn á viðgerðarsvæðið með sprungin dekk.
George Russell fékk því fyrsta sætið afhent á silfurfati með níu hringi eftir af kappakstrinum og sigldi sigrinum heim fyrir Mercedes liðið. Carlos Sainz á Ferrari varð annar og Oscar Piastri á McLaren þriðji.
Lewis Hamilton varð fjórði og Verstappen fimmti þrátt fyrir að hafa fengið tíu sekúndna refsingu fyrir að valda árekstrinum við Norris.
Het beslissende moment waarop #Verstappen en Norris elkaar met de banden raakten waardoor beiden een lekke band kregen. #F1 pic.twitter.com/1imHaASpNz
— joop veen (@jbveen) June 30, 2024