Schumacher kemur út úr skápnum

Ljósmynd/Ralf Schumacher

Fyrr­ver­andi Formúlu 1-ökumaður­inn Ralf Schumacher, bróðir sjö­falda heims­meist­ar­ans Michael Schumacher, kom út úr skápn­um sem sam­kyn­hneigður í gær­kvöldi.

Ralf Schumacher keyrði fyr­ir Jor­d­an, Williams og Toyota á ferl­in­um sem ökumaður en hann keppti í Formúl­unni á ár­un­um 1997-2007.

Hann er aðeins þriðji ökumaður­inn til þess að koma út úr skápn­um frá því keppn­in hófst árið 1950 en á und­an hon­um voru Mike Beuttler og Lella Lomb­ar­di.

Hann faldi sam­band sitt við hinn franska Etienne í tvö ár en setti inn mynd af þeim sam­an í gær­kvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert