Fyrrverandi Formúlu 1-ökumaðurinn Ralf Schumacher, bróðir sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher, kom út úr skápnum sem samkynhneigður í gærkvöldi.
Ralf Schumacher keyrði fyrir Jordan, Williams og Toyota á ferlinum sem ökumaður en hann keppti í Formúlunni á árunum 1997-2007.
Hann er aðeins þriðji ökumaðurinn til þess að koma út úr skápnum frá því keppnin hófst árið 1950 en á undan honum voru Mike Beuttler og Lella Lombardi.
Hann faldi samband sitt við hinn franska Etienne í tvö ár en setti inn mynd af þeim saman í gærkvöldi.