Daninn yfirgefur Formúlu 1 liðið

Kevin Magnussen er á förum frá Haas.
Kevin Magnussen er á förum frá Haas. AFP/Benjamin Cremel

Danski ökumaður­inn Kevin Magn­us­sen mun ekki halda áfram með Formúlu 1 liðinu Haas eft­ir tíma­bilið.

Hann er 31 árs og hef­ur verið sjö tíma­bil með liðinu en á yf­ir­stand­andi tíma­bili hef­ur liðsfé­lagi hans Nico Hul­ken­berg gengið mun bet­ur að safna stig­um. Hul­ken­berg er með 22 stig en Magn­us­sen er með fimm.

Esteb­an Ocon kem­ur lík­leg­ast í hans stað en Haas verður með tvo nýja öku­menn á næsta ári. Hul­ken­berg er að fara til Kick Sauber og í hans stað er að koma ungi ökumaður­inn Oli­ver Be­arm­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert