Daninn yfirgefur Formúlu 1 liðið

Kevin Magnussen er á förum frá Haas.
Kevin Magnussen er á förum frá Haas. AFP/Benjamin Cremel

Danski ökumaðurinn Kevin Magnussen mun ekki halda áfram með Formúlu 1 liðinu Haas eftir tímabilið.

Hann er 31 árs og hefur verið sjö tímabil með liðinu en á yfirstandandi tímabili hefur liðsfélagi hans Nico Hulkenberg gengið mun betur að safna stigum. Hulkenberg er með 22 stig en Magnussen er með fimm.

Esteban Ocon kemur líklegast í hans stað en Haas verður með tvo nýja ökumenn á næsta ári. Hulkenberg er að fara til Kick Sauber og í hans stað er að koma ungi ökumaðurinn Oliver Bearman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert