Hollenski ökumaðurinn Max Verstappen hefur verið sigursælasti ökumaður í Formúlu 1 síðustu ár en hann hefur verið á milli tannanna á fólki.
Verstappen, ökumaður Red Bull, og Lando Norris, ökumaður McLaren lentu í árekstri í kappakstrinum í í Austurríki í lok júní og Verstappen og Red Bull neita að biðjast afsökunar á því.
Stjórnandi McLaren-liðsins, Zak Brown, segir Red Bull liðið hræðast Hollendinginn.
„Það virðist vera að Red Bull hræðist Max. Við erum mjög hreinskilnir við okkar ökumenn, ef enginn segir Max að það sem hann gerði var rangt af hverju ætti hann að halda það? Þegar að Christian (Horner stjóri Red Bull) kemur í útvarpið og kennir Lando um, er hann grínast?
Allir sáu þetta og reglurnar eru mjög skýrar. Þú átt að hafa ákveðið bil á milli og hann gerði það ekki. Af hverju þarf hann að segja eitthvað? Mér finnst þetta mjög óviðeigandi.“