Liðið hræðist Verstappen

Max Verstappen.
Max Verstappen. AFP/Benjamin Cremel

Hol­lenski ökumaður­inn Max Verstapp­en hef­ur verið sig­ur­sæl­asti ökumaður í Formúlu 1 síðustu ár en hann hef­ur verið á milli tann­anna á fólki.

Verstapp­en, ökumaður Red Bull, og Lando Norr­is, ökumaður McL­ar­en lentu í árekstri í kapp­akstr­in­um í í Aust­ur­ríki í lok júní og Verstapp­en og Red Bull neita að biðjast af­sök­un­ar á því.

Stjórn­andi McL­ar­en-liðsins, Zak Brown, seg­ir Red Bull liðið hræðast Hol­lend­ing­inn.

„Það virðist vera að Red Bull hræðist Max. Við erum mjög hrein­skiln­ir við okk­ar öku­menn, ef eng­inn seg­ir Max að það sem hann gerði var rangt af hverju ætti hann að halda það? Þegar að Christian (Horner stjóri Red Bull) kem­ur í út­varpið og kenn­ir Lando um, er hann grín­ast?

All­ir sáu þetta og regl­urn­ar eru mjög skýr­ar. Þú átt að hafa ákveðið bil á milli og hann gerði það ekki. Af hverju þarf hann að segja eitt­hvað? Mér finnst þetta mjög óviðeig­andi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert