Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes-liðsins í Formúlu 1, var ósáttur við liðið eftir frammistöðu dagsins.
Lewis Hamilton gekk ágætlega í dag og lenti í fimmta sæti en liðsfélagi hans, Georg Russel, náði sér ekki á strik.
Hann mun byrja í 17. sæti í Ungverjalandi á morgun því hann var ekki með nógu mikið bensín til að klára mikilvægan hring í dag.
„Þetta var léleg frammistaða hjá bókstaflega öllum sem komu nálægt þessu. Að missa bíl á þessu stigi keppninnar á ekki að gerast. Við vorum líka ekki með nægilegan hraða, mjög, mjög svekkjandi dagur,“ sagði Toto Wolff.