Sainz til Williams

Carlos Sainz er á förum til Williams
Carlos Sainz er á förum til Williams AFP/John Thys

Spænski ökuþór­inn Car­los Sainz hef­ur samið við Williams liðið um að aka fyr­ir þá næstu tvö árin. Sainz yf­ir­gef­ur Ferr­ari í haust þegar Lew­is Hamilt­on tek­ur sæti hans.

Williams liðið hef­ur verið eitt slak­asta lið Formúl­unn­ar und­an­far­inn ára­tug og er liðið ein­ung­is með fjög­ur stig á botni töfl­unn­ar á þessu tíma­bili. Sainz er öfl­ug­ur ökumaður og áhuga­vert verður að sjá hvort hann nái að rífa hið sögu­fræga Williams lið upp af botn­in­um.

Lew­is Hamilt­on mun aka við hlið Char­les Leclerc hjá Ferr­ari næstu árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert