Leynivopn Red Bull til Aston Martin

Aston Martin bíll Fernando Alonso
Aston Martin bíll Fernando Alonso AFP/Andrej Isakovic

Bílahönnuðurinn Adrian Newey hefur skrifað undir samning við Aston Martin og mun hanna bíla liðsins fyrir Formúlu 1 frá mars á næsta ári.

Lawrence Stroll, eigandi Aston Martin Formula 1, hefur þegar nælt í virta starfsmenn frá Ferrari og Mercedes liðunum en Newey á fjórtán heimsmeistaratitla á ferilskránni.

Newey mun vinna náið með ökumönnum Aston Martin, þeim Fernando Alonso og Lance Stroll, við hönnun bílsins fyrir 2026 tímabilið en nýjar reglur um hönnun bíla taka gildi á því tímabili og því kjörið tækifæri fyrir Aston Martin að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn.

Adrian Newey fer til Aston Martin
Adrian Newey fer til Aston Martin AFP/Benjamin Cremel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert