Leynivopn Red Bull til Aston Martin

Aston Martin bíll Fernando Alonso
Aston Martin bíll Fernando Alonso AFP/Andrej Isakovic

Bíla­hönnuður­inn Adri­an Newey hef­ur skrifað und­ir samn­ing við Ast­on Mart­in og mun hanna bíla liðsins fyr­ir Formúlu 1 frá mars á næsta ári.

Lawrence Stroll, eig­andi Ast­on Mart­in Formula 1, hef­ur þegar nælt í virta starfs­menn frá Ferr­ari og Mercedes liðunum en Newey á fjór­tán heims­meist­ara­titla á fer­il­skránni.

Newey mun vinna náið með öku­mönn­um Ast­on Mart­in, þeim Fern­ando Alon­so og Lance Stroll, við hönn­un bíls­ins fyr­ir 2026 tíma­bilið en nýj­ar regl­ur um hönn­un bíla taka gildi á því tíma­bili og því kjörið tæki­færi fyr­ir Ast­on Mart­in að blanda sér í bar­átt­una um heims­meist­ara­titil­inn.

Adrian Newey fer til Aston Martin
Adri­an Newey fer til Ast­on Mart­in AFP/​Benjam­in Cremel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert